Umhverfis jörðina
JP-Explorer
Myndasafn
Krækjur
Leiðbeiningar

Forsíða – Islam
Islam
Sögur
Brot úr frásögnum
Mikilvægi bænarinnar


„Ég bið fimm sinnum á dag eins og Kóraninn býður mér. Ég hef ekki alltaf tækifæri til að fara í mosku þó það sé best. En þá afmarka ég heilagt svæði umhverfis mig. Bænateppið afmarkar veröld mína þar sem ekkert er til annað en hugsanir mínar og undirgefni við Allah. Í bæninni nálgast ég Allah.“

Ali Ghulam, Marokkó„Á meðan á bænagjörðinni í moskunni stendur mætir maður Allah. Heimurinn utan moskunnar er ekki til þegar maður er þar inni. Í moskunni er ekkert sem afvegaleiðir hugann og maður tjáir Honum kærleik sinn með því að gleyma öllu öðru.“

Yusuf Ahmad, Tyrklandi
 


„Ég er ekki sérlega upptekinn af bæninni. Ekki vegna þess að ég sé ekki trúaður – það er ég. Ég undirbý bænagjörðina með því að þvo mér og afmarka heilagt svæði umhverfis mig. En ég á erfitt með að sýna algjöra undirgefni eins krafist er og þá nær bænin ekki tilgangi sínum.“

Sayyid Jaheem, Pakistan
„Sumum finnst ef til vill þreytandi að múslimar þurfa að leggjast á bæn fimm sinnum á dag. Það er skylda okkar samkvæmt Kóraninum. En ég gæti ekki hugsað mér að vera án bænarinnar. Í bæninni nálgast ég Allah. Og hvað ætti ég að gera ef ég gæti ekki leitað svona oft á náðir Hans? Það eru svo mörg vandamál í lífinu sem eru manni ofviða. Maðurinn er því aðeins máttugur að Hann veiti leiðsögn. Ég bið Allah að hjálpa mér að verða dyggðug og ég er viss um að hann launar mér bæði í þessu lífi og hinu næsta.“

Aisha Bennani, Íran
„Eiginlega held ég að mörg okkar komi til bænagjörðar í moskunni til að hitta aðra. Í moskunni tölum við um það sem gerst hefur og um vandamál okkar. Tengsl okkar styrkjast af því að við erum komin þangað í sama tilgangi og af því að tilgangurinn er mikilsverður.“

Mohammed Parwaz, Írak„Þá má alveg biðja um eitthvað sjálfum sér til handa. En aðaltilgangur bænarinnar er að nálgast Allah. Best er að gleyma sjálfum sér algerlega og finna bara til nálægðarinnar við Hann. Ef það tekst þarf heldur ekki lengur að hafa áhyggjur af hversdagslegum hlutum og því að manni líður ekki eins vel og best væri. Ef manni tekst að nálgast Allah öðlast maður innri frið og þá skiptir annað ekki lengur máli. Bænin frelsar mann frá daglegu amstri.“

Abdul Watrich, Marokkó

www.VerdenRundt.dk Copyright © 1999 by www.skolemedia.dk