Umhverfis jörðina
JP-Explorer
Myndasafn
Krækjur
Leiðbeiningar

Forsíða – Islam
Islam
Sögur
Hermdarverk gegn erlendum ferðamönnum í Egyptalandi








Á síðustu árum hafa egypskir bókstafstrúarmenn oft ráðist á erlenda ferðamenn.

Í nóvember 1997 voru 67 menn, þar af 57 ferðamenn, drepnir þegar þeir heimsóttu dal konunganna í Lúxor. Tveimur mánuðum fyrr, í september 1997, voru níu þýskir ferðamenn skotnir í Kaíró.

Bókstafstrúaðir múslimar segja að þeir muni halda áfram hryðjuverkum gegn ferðamönnum. Það er liður í baráttu þeirra gegn Mubarak forseta, en þeim finnst forsetinn ekki lifa samkvæmt boði Kóransins.

Bókstafstrúarmennirnir ráðast gegn ferðamönnum vegna þess að sjötti hver Egypti hefur tekjur sínar af ferðaiðnaði. Ef hryðjuverkin verða til þess að fæla ferðamenn í burtu mun landið glata mikilvægum tekjum, en þar er mikil fátækt fyrir.

Ferðamálaráðuneytið í Egyptalandi heldur því fram að ferðamönnum sé ekki hætta búin í Egyptalandi. Þar eru margar merkustu fornminjar veraldarsögunnar.

Þetta merki nota múslimskir bókstafstrúarmenn oft.

Í merkinu má sjá Kóraninn og moskuna ásamt kornöxi, sem táknar jarðrækt, verksmiðju, sem táknar iðnað og eldflaug, sem táknar nútíma tækni. Allt sameinast þetta og eflist í islam.


Árið 1999 tóku hófsöm stjórnmálasamtök múslima, Múslimska bræðralagið, við völdum af herskáum stjórnmálaflokkum.

www.VerdenRundt.dk Copyright © 1999 by www.skolemedia.dk