Markmið

Þótt diskurinn sé fyrst og fremst ætlaður til hlustunar eru textarnir aðgengilegir til að prenta út. Gefst þá möguleiki á að nemandi hlusti á upplesturinn og fylgist með textanum samtímis. Einnig má hugsa sér að nemendur noti blöðin til að vinna nánar með textann, strika undir torkennileg orð, finna tiltekin stef og átta sig á stílbrigðum, skrifa útdrátt, búa til leikrit o.fl. Þá getur verið gott að hafa textann prentaðan við hendina.

Tilgangurinn er margþættur:

•  að kynnast þjóðsögunum
•  að auka orðaforða og kynnast kjarngóðu íslensku máli
•  að fylgjast með og njóta góðs upplesturs
•  að bæta athygli og einbeitingu
•  að þjálfa markvissa hlustun

Myndaspjöld með sögunum Búkolla , Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn og Gilitrutt fylgja námsefninu Ótrúleg eru ævintýrin eftir Sigríði J. Þórisdóttur. Þótt efnið, sem kom út hjá Námsgagnastofnun 1993, sé nú ófáanlegt er það til í mörgum skólum. Einnig má finna á bókasöfnum og almennum markaði fjölmargar bækur með myndskreytingum við þjóðsögurnar.


Til baka