Um vefinn
Dæmi um vinnuferli

Námsgagnastofnun

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið

XTil kennara

 

  Dæmi um vinnuferli nemenda
 

1. Verkefni valið:
Ákveðið hvað þið ætlið að gera og lýsið því með því að skrá aðalatriðin.

Munið að skrá líka hjá ykkur hvernig þið hyggist kynna verkefnið ykkar og hverjum þið ætlið að kynna það!

2. Markmið skráð:
Hvað viljið þið vita meira um - hvað viljið þið læra í verkefninu?
Hvaða verkfæri ætlið þið að nota?

Athugið hvort þið hafið aðgang að þeim verkfærum sem þið viljið nota.
Kunnið þið að nota þau eða þurfið þið að læra það fyrst?

Skráið hjá ykkur nytsamar upplýsingar svo sem bókartitla, vefslóðir eða aðrar heimildir sem þið ætlið að nota.

3. Aðferð valin:
Ákveðið hvernig ætlið þið að vinna. Ætlið þið að vinna ein eða með öðrum? . Þarf að semja um einhver atriði?

4. Verkáætlun:
Gerið áætlun fyrir verkið áður en þið hefjist handa, þar þarf að koma fram lýsing á því sem á að gera og verkaskiptingu hópsins ef fleiri vinna saman.
Það þarf að búa til tímaáætlun og skrá yfir atriði sem ákveða þarf í samvinnu við aðra eða semja um við aðra.

5. Dagbók:
Skráið hjá ykkur upplýsingar um daglega framvindu. Hvernig skipuleggið þið verkefnið? Hver gerir hvað? Stenst áætlunin eða þarf að leiðrétta hana?
Hvernig veljið þið efni í verkefnið ykkar? Hvernig vinnið þið úr efninu og mótið það? Standast markmiðin sem þið hafið sett? Skráið hjá ykkur hvort svo er/er ekki. Er hópurinn sammála um allt? Ef ekki - hver er þá ágreiningurinn?

6. Kynning/ skil:
Kennarinn ákveður hvernig þið skilið verkefninu. Ef þið eigið að kynna verkefnið ykkar fyrir öðrum þegar því er lokið þurfið þið að ákveða hverjum ætlið þið að kynna það? Þið þurfið líka að sjá til þess að eftir kynninguna verði umræður um verkefnið ykkar.

Gætið þess að skrá hjá ykkur helstu spurningar sem fram koma í umræðunum.

7. Mat:
Nú eigið þið að bera árangurinn saman við markmiðin sem þið settuð ykkur í upphafi og áætlunina sem þið gerðuð.