Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

1 New friends 19 Kynntu ný orð til sögunnar Kynntu nýju orðin og orðasamböndin með flettispjöldunum eða með því að nota kveikjumyndina á töflunni. Notið nýju orðin til að lýsa hvort öðru. • Long. Look, Mari has long hair. • Riding. Who in the class likes riding? Yes, Thomas likes riding. He is good at riding! Gagnsæ orð Minntu nemendur á hversu mikilvægt það er í tungmálanámi að nýta sér þekkingu um eigið eða önnur tungumál. Berið saman ensku og íslensku orðin. Eru nemendur í bekknum með annað móðurmál en íslensku? Hvernig eru orðin sögð á þeirra móðurmáli? Líkjast orðin þeim ensku? • I like playing handball. Do any of you know what “handball” is in Icelandic? It is almost the same in Icelandic and English! Well Done! Búið til setningar Taktu einn hring í bekknum þar sem öll segja eigin setningar um það sem þau sjá á kveikjumyndinni. Hvettu nemendur til að nota orðasambönd sem þau þekkja: • I like … • He/She is … • I can see four … • She is wearing a red … Hlustið og leitið á myndinni Skoðið myndina og hlustið á hlustunartextana. Lýstu börnunum og biddu nemendur að benda á þau. T.d. She has brown eyes. She is wearing a pink jumper. Where is she? Hlustunarefni – Kveikjumynd 1. Tom has short, dark hair. His favourite sport is handball. He plays handball every Tuesday and Thursday. What is your favourite sport? 2. It’s me Molly! I love riding. My horse is thirteen years old. Can you see me on my horse? 3. On Mondays and Wednesdays, Isabelle goes dancing. She has blond hair and she is very good at dancing. She dances ballet on Mondays and hip hop on Wednesdays. What is Isabelle dancing in the picture? 4. My name is Lu. I’m nine years old. I have black hair and brown eyes. I’m good at playing computer games. What are you good at? 5. Jacob is nine. He has blond hair. He likes playing ice hockey. What colour is Jacob’s helmet? 6. What do you like doing after school, Jack? - Well, I like playing football and I like cycling. Oh, and I like jumping on the trampoline. What do you like doing, Tom? - I like jumping on the trampoline, too. I like playing handball and I like … - What do you like doing? Let’s play Minnisleikur. Nemendur reyna að muna eða giska á myndir og orð. 1.Settu ákveðinn fjölda flettispjalda á töfluna eða notaðu Myndavegginn í vefefninu og dragðu þær út á skjáinn. Nemendur skoða þær í stutta stund og loka svo augunum. 2.Þegar nemendur opna augun aftur eiga þeir að reyna að muna hvaða orð eða myndir voru á töflunni. Hægt er að útfæra leikinn á ýmsan hátt með því að ýmist fjarlægja, bæta við eða breyta röð myndanna áður en nemendur opna augun. Notaðu kveikjumyndina Kveikjumyndin gefur forsmekk að efni kaflans og sýnir þau orð og orðasambönd sem unnið verður með. Hlustið saman á orðin og orðasamböndin og sýndu hvernig tengja má þau saman. Láttu nemendur segja frá því hvaða aðferðir þau nota til að læra ný orð og orðasambönd. Hengdu veggspjaldið með markmiðum kaflans upp svo öll séu meðvituð um þau áður en hafist er handa við verkefnin. Tómstundir eru efni sem fangar nemendur auðveldlega og öll geta samsamað sig við. Kaflinn gefur kost á að rifja upp og endurnýta mörg orð og orðasambönd sem unnið hefur verið með áður. Notaðu kveikjumyndina sem útgangspunkt í samtölum við hvert tækifæri Endurtekning Ræðið um tómstundir sem nemendur þekkja á myndinni. • Tell me, what are the children doing? • Have you ever tried ballet? Did you like it? Does your sister/­ brother like ballet? 1.4 A Let’s count! Veldu afþreyingu og fylltu í súluritið. B Write Skrifaðu um niður- stöðurnar. 1.5 A Let’s read more Lestu textann. B Read and mark Merktu við setningarnar sem textinn fjallar um. 1.6 A Word sums Lestu, tengdu saman og búðu til orð. B Read and match the rhymes Lestu orðin og tengdu saman rímorð. Settu þau inn í rímið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=