Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

Gagnlegar kennsluhugmyndir 9 Í Teacher’s Book má finna hugmyndir sem hjálpa kennaranum að koma af stað samtölum um kveikjumyndirnar, eða hvernig halda má uppi samræðum um mismunandi verkefni í My Book. Þetta geta verið munnleg verkefni eins og: • Finnið orð á myndinni Nemendur leita að orðum sem þau kunna á ensku. Well then, let’s have a look. What can you see in this picture? • Talning. Nemendur leita að gagnsæjum orðum í textanum. Look at me and listen carefully! I can see a bee. A bee. Can you see a bee? What do you think a bee is? • Tæl med eleverne. Teljið saman. Now then, boys and girls, let’s count. How many girls with short hair can you see in the picture? Let’s circle them. Hm… I wonder how many girls with short hair can you see in our classroom? Let’s count again! Flettispjöldin nýtast á fjölbreyttan hátt, bæði af kennara og nemendum í sameiningu, sem og í hópa- eða paravinnu. Gátuleikir til að æfa ný orð, flokkunarverkefni og spil hjálpa nemendum að auka orðaforða í gegnum endurtekningu og með því að nota orð í nýju samhengi. Skoðið flettispjöldin saman og notið lestraraðferðir sem nemendur þekkja úr íslenskunámi, eins og t.d. að klappa atkvæði eða hlusta eftir upphafs- og lokahljóðum í orðunum. Í upphafi er ekki gert ráð fyrir því að nemendur geti lesið öll spjöld sjálf en með mörgum fjölbreyttum verkefnum munu orðmyndirnar festast í minni. Seinna í námsferlinu mun svo henta að nota flettispjöldin með æfingaorðum og orðasamböndum til að smíða sameiginlega stuttar setningar sem nemendur geta unnið áfram með, bæði munnlega og skriflega. Flettispjöldin munu svo að endingu hjálpa til að gera nemendur meðvitaða um hvernig orðin eru stafsett. Æfið algengustu orðin Verkefnið Circle dúkkar upp í hverjum kafla en þar er sjónum beint að ýmsum smáorðum og öðrum orðum sem eru meðal algengustu orðanna í enskri tungu. Rannsóknir sýna að 100 algengustu orðin, spanna verulegan hluta þeirra orða sem notuð eru í daglegu tali í ensku. Þar sem að enska er ekki mjög hljóðrétt mál, léttir það námið töluvert ef þessi orð og orðmyndir þeirra eru fest í minni. Flettispjöldin eru vel til þess fallin að venja nemendur við að kanna stafsetningu orða. Þegar nemendur byrja svo að skrifa sínar eigin setningar og lengri texta seinna meir, mun stafsetning liggja betur fyrir þeim ef orðmyndir algengustu orðana eru föst í minni þeirra. Notið Myndavegginn Á stafræna myndaveggnum geta nemendur notað sköpunargleðina þegar þau vinna með orð, myndir og orðatiltæki úr köflunum. Myndaveggurinn gerir kennaranum kleift að aðlaga verkefni að getu nemenda, þrátt fyrir að allir séu að vinna að sams konar verkefni. Þannig geta nemendur unnið á sínum forsendum og æft þá þætti sem þörf er á hverju sinni. Myndaveggurinn gefur einnig tækifæri til þess að vinna áfram með kveikjumyndina og orðaforðann heima. Gerðu ráð fyrir tíma til vinnu á Myndaveggnum, fléttaðu hana inn í einstaka kafla og nýttu hann í tengslum við námsmat í lokin. Samvinnunám Í 4. bekk er lagt upp með fjölda munnlegra verkefna sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendum aukna möguleika á að nota þau á sinn hátt. Verkefnin má finna hér og þar í kennsluleiðbeiningunum undir yfirskriftunum Let´s say, Let´s play, Let´s write og Let‘s do. Síðast nefndi flokkurinn byggir á útvöldum samvinnu náms leikjum Kveikjumyndirnar finnur þú á vefsvæðinu og hægt er að smella og heyra orðin. Byrjið hvern kafla á að vinna með kveikjumyndina sameiginlega uppi á töflu. Notaðu sjónræna örvun Margir hafa enskuvegg eða enskuhorn í kennslustofunni þar sem markmið hvers kafla og flettispjöldin eru hengd upp ásamt t.d. verkefnum nemenda eða öðru sem tilheyrir enskunáminu. Notaðu veggspjöldin með kveikjumyndunum sem hvatningu til að leita stöðugt að nýjum orðum. Hvettu nemendur til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, t.d. með því að semja stuttar sögur um hluti og persónur sem fjallað er um í köflunum. Hengdu upp verk nemenda, með yfirskriftum eins og My favourite animal eða This is me! Þrátt fyrir að nemendur geti ekki enn lesið ensku hafa þau gaman af að fletta enskum barnabókum og ævintýrum sem þau þekkja á íslensku. Það er kjörið að nota slíkar bækur til að leyfa þeim að fara í orðaleit. Búið til setningar með flettispjöldunum Efnið inniheldur flettispjöld, bæði með æfingaorðum og orðasamböndum úr hverjum kafla, sem nýtast vel til að sýna nemendum hvernig búa má til setningar á ensku. Æfingaorðin og orðasamböndin eru meðal algengustu orðanna í ensku máli. Með því að byrja námið á einmitt þessum orðaforða og byggja svo jafnt og þétt ofan á hann, munu nemendur fljótt verða í stakk búnir til þess að tala saman og tjá sig á einföldu máli um áhugamál og hversdagslíf eins og hæfniviðmið aðalnámskrár gera ráð fyrir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=