Verklegar æfingar í náttúrufræði

72 Bygging og eiginleikar efnis Flöskublaðra Efni og áhöld Blaðra, 2 lítra gosflaska, fata eða stór skál, heitt vatn, frystir. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir og setjið fram tilgátu. Framkvæmd • Látið opna flöskuna vera í frysti í a.m.k. 5 mínútur. • Takið flöskuna úr frystinum og setjið blöðruna á flöskuhálsinn. • Gætið þess að blaðran sé þétt við flöskuhálsinn. • Látið heitt vatn renna úr krana á flöskuna (í fötunni) í nokkrar mínútur. Fylgist með því sem gerist. • Hellið heita vatninu úr fötunni og látið kalt vatn renna á flöskuna. Hvað gerist? • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist? • Útskýrið með mynd og reynið að útskýra út frá eðlisfræðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=