Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 89 36) If Forecast og AGS. 37) Frjósemisspá IF. 35) Svokallað Replacement Level. Hvernig viljum við að heimurinn verði? Hvað vitum við um framtíðina? Í þessari bók er bent á fjölda ólíkra sviða þar sem árangur hefur náðst. Gert er ráð fyrir að jákvæð þróun haldi áfram á flestum þessara sviða. Sumt er ein- göngu jákvætt - það eru engar skuggahliðar á því að dánartíðni barna fari lækkandi. Það er alltaf gott. En flestum breytingum sem verða á jörðinni fylgja bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Það þýðir ekki að við eigum að stöðva félags- lega og efnahagslega þróun í Kína eða á Indlandi (eins og það væri hægt) og hætta þannig á að kasta barninu út með baðvatninu, en við verðum að bera kennsl á hindranir á þeirri leið. Hér á eftir eru taldar nokkrar helstu áskoranirnar sem við munum trúlega mæta á næstu árum. Flestar þeirra eru meira eða minna óhjákvæmilegar. Jarðarbúum fjölgar Síðustu 200 ár hefur íbúum jarðar fjölgað hraðar en áður. Í byrjun 21. aldar tók það jarðarbúa ekki nema 12 ár að fjölga úr sex í sjö milljarða. En nú hefur dregið nokkuð úr hraðanum. Mannfjölda- spár fela auðvitað í sér einhverja óvissu, en að mati Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru 95% líkur á því að að árið 2030 verðum við orðin milli 8,4 og 8,6 milljarðar og árið 2050 næstum því 10 milljarðar. Ástæða þess að hægt hefur á íbúafjölguninni er að tekist hefur á undraskömmum tíma að fækka barnsfæðingum í næstum öllum löndum heims. Viðmiðið sem notað er kallast heildar- fæðingartíðni (Total Fertility Rate,TFR) en með því er mældur fjöldi fæðinga á hverja konu. Ef íbúafjöldi jarðar á að haldast óbreyttur má hver kona ekki eignast fleiri en 2,33 börn 35 . Árið 1960 voru einungis tíu lönd í heiminum þar sem barnsfæðingar voru svo fáar. Í dag eru flest lönd heimsins undir þessu marki, og í sjö af hverjum tíu löndum eignast hver kona að meðaltali færri en þrjú börn. Þessi þróun, að barnsfæðingum í heiminum hefur fækkað um helming frá því á sjöunda áratugnum, felur í sér miklar breytingar á mann- legu lífi. Þróunin er fyrst og fremst afrakstur félags- og efnahagslegrar þróunar sem hefur bætt lífskjör hjá mörgum fjölskyldum en fyrst og fremst bjargað lífi margra barna. Margir munu búa í Afríku Eini heimshlutinn þar sem barnsfæðingum hefur ekki fækkað jafn hratt er Afríka sunnan Sahara. Þó það sé mikill munur innan heimshlutans - allt frá sjö börnum á hverja konu í Malí og Níger til færri en tveggja barna á hverja konu í Máritíus og á Grænhöfðaeyjum - þá er fæðingartíðni enn há í flestum löndum, að meðaltali fimm börn á hverja konu. Samkvæmt þessu munu 3,2 milljarðar af þeirri 3,8 milljarða fjölgun sem gert er ráð fyrir að hafi orðið árið 2100 verða í Afríku. Þó er rétt að benda á að í spám fyrir Afríku er óvissan hvað mest. Ef börnum á hverja konu fækkar hratt næstu áratugi mun það hafa margföld áhrif til lengri tíma. En Afríka verður ekki eins fátæk og í dag Það þarf þó ekki að þýða að þessir þrír milljarðar í auknum íbúafjölda muni sjálfkrafa fæðast til fátæktar. Markmiðið er að uppræta örbirgð fyrir árið 2030 og 2060 er gert ráð fyrir að verg þjóðar- framleiðsla (VÞF) á hvern íbúa 36 í Afríku sunnan Sahara hafi meira en fjórfaldast, þá verður svæðið álíka ríkt og Rómanska-Ameríka er í dag. Í mörgum löndum á svæðinu er hagvöxtur hraður og heil- brigðistölur fara ört batnandi, en á því sviði hefur staðan verið slæm. Flestir munu búa í borgum Í dag býr rúmlega helmingur jarðarbúa í borgum. Næstu 50 árin er gert ráð fyrir að hlutdeildin aukist í 70 prósent 37 . Það þýðir að væntanleg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=