Verður heimurinn betri?

88 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Alþjóðlegi loftslagssamningurinn í París 2015 Eftir margra ára samningaviðræður og alþjóð- legan þrýsting, komust lönd heimsins loks að samkomulagi um loftslagsmál í árslok árið 2015. Samningurinn öðlaðist gildi árið 2016 og árið 2020 byrjar að draga úr losun. Í samningnum felst sameiginleg skuldbinding um að meðalhitastig jarðar megi ekki hækka um meira en tvær gráður miðað við tímann áður en hlýnun af völdum iðnvæðingar hófst. Markmiðið er þó að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður á selsíus að hámarki. Flestir líta á það sem stóran áfanga að hnatt- rænt samkomulagi hafi yfirleitt náðst, þó einnig hafi komið fram nokkur gagnrýni á að ekki skuli gengið lengra í að draga úr losun. Með samkomu- laginu er því einnig slegið föstu að verja eigi í það minnsta 100 milljörðum dala á ári til sameiginlegrar fjármögnunar breytinganna. Bóndi í Súdan uppsker súndagras (sorghum) af fræjum frá verkefni á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofunar SÞ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=