Verður heimurinn betri?

72 VERÐUR HEIMURINN BETRI? U mhverfismál og sjálfbær þróun fela í sér mörg álitamál og svið sem hvert um sig verðskulda sérstaka umfjöllun og eigin heimsmarkmið. Það er ekki nokkur leið að svara því á einfaldan hátt hvort þróun umhverfismála sé jákvæð eða neikvæð. Enginn vafi á hlýnun 2016 var heitasta árið á jörðinni frá því að hita- mælingar hófust árið 1880. Það þýðir að 14 af 16 hlýjustu árunum sem nokkurn tíma hafa mælst voru öll eftir árið 2000. Hitastig jarðar ræðst af mörgum ólíkum þáttum og getur verið mjög breytilegt milli ára, milli mánuða og hinna ýmsu heimshluta. Enginn vafi leikur þó á að til lengri tíma hefur meðalhiti jarðar hækkað jafnt og þétt á síðustu öld, samfara síaukinni losun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Þetta eru sérfræðingar um loftslagsmál sammála um. Af þúsaldarmarkmiðunum átta sem aðildar- ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í upphafi ársins 2000 var það einungis á sviði sjöunda mark- miðsins um sjálfbæra þróun, að afturför hefur orðið á heimsvísu. Það sem augljóslega hefur brugðist er að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Við getum ekki lengur lokað augunum fyrir því að hlýnun jarðar er afleiðing aukinnar losunar, m.a. koltvísýrings, í andrúmsloftið. Í dag er losun koltvísýrings 50 prósentum meiri en hún var árið 1990 þrátt fyrir að flestir vísindamenn séu sammála um að losunin þyrfti að vera langt undir því sem gerðist á 10. ára- tugnum. Losunin hefur einnig aukist hraðar á 21. öldinni en hún gerði á 20. öldinni. Þrátt fyrir alla þá athygli sem beinist að þessu máli og þrátt fyrir að vísindamenn og stjórnmálamenn séu sammála um að draga þurfi úr losun, heldur hún áfram að aukast. Meginástæðan fyrir aukinni losun er hraður hagvöxtur í meðaltekjulöndum, þó má enn rekja yfirgnæfandi hluta losunar til hátekjulanda (sjá mynd á bls. 73). Til lengri tíma stendur mannkyninu öllu ógn af hlýnun jarðar, ekki þarf nema lítilsháttar hækkun á hitastigi til að stofna þróuninni í hættu - sérstaklega í fátækum löndum. Flóð, vatns- skortur, minni matvælaframleiðsla og hækkandi matvælaverð, vandamál sem nú þegar valda mikilli hungursneyð, eru meðal þeirra afleiðinga sem ógna þróun í mörgum fátækum löndum. Í ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um þróun lífskjara (Human Development Reports) hefur árum saman verið fjallað um nýjar rannsóknir sem benda til neikvæðra afleiðinga loftslags- breytinga. Það eru auðvitað fátækustu löndin sem eru líkleg til að verða verst úti. Það er að hluta til vegna þess að í þessum löndum má minna út af bera, mótstöðuafl þeirra er minna og þau hafa yfir minna fjármagni að ráða til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. En einnig vegna þess að þessi lönd eiga nú þegar við erfiðleika að etja vegna umhverfistengdra hamfara. Það er sterk fylgni milli fátæktar og dauðsfalla af umhverfistengdum orsökum, því fátækara sem landið er, því meiri er hættan á að deyja af völdum slæms ástands í umhverfismálum. Sem dæmi má nefna að á hverju ári deyja nærri tvær milljónir manna vegna loftmengunar innanhúss, það má rekja til þess að matseld fer fram yfir opnum eldi en ekki með nútíma eldavélum. Í Ársskýrslu um þróun lífskjara (Human Development Report) frá 2011 er talið að rekja megi helming vannæringar í heiminum ásamt helmingi barnadauða til umhverfistengdra orsaka. Þar er t.d. átt við matarskort, þurrka, flóð og skort á vatni, allt eru þetta þættir sem hætt er við að versni enn frekar með breyttu loftslagi. Í árslok 2015 varaði Alþjóðabankinn við því að vegna loftslagsbreytinga væri hætta á að yfir 100 milljónir manna lendi aftur í fátækt á næstu 15 árum, fram til 2030.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=