Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 71 Sjálfbær þróun og loftslagsmál Ástandið í dag ● Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu, ein af orsökum gróðurhúsaáhrifanna, er meiri í dag en hann hefur verið mjög lengi, sennilega í 23 milljónir ára, sem er ofar okkar skilningi. ● Meðalhitastig á jörðinni undanfarin ár er hærra en nokkurn tíma áður hefur mælst. Það sem af er 21. öld hefur nánast hvert einasta ár verið hlýrra en öll ár á 20. öldinni. ● Níu af hverjum tíu jarðarbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. En þrjá af hverjum tíu skortir enn nothæfa salernisaðstöðu. ● U.þ.b. 900 milljónir búa í borgarhverfum sem skilgreina má sem fátækrahverfi. Hvert stefnir? ● Sjálfbær þróun er eitt fárra sviða þar sem tölur benda að hluta til neikvæðrar þróunar. Af þúsaldarmarkmiðunum átta var það bara á þessu sviði sem þróunin stefndi í ranga átt. ● Á tímabilinu 1990 til 2015 jókst losun koltvísýrings á heimsvísu um 50 prósent.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=