Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 61 S kortur á jafnrétti karla og kvenna hamlar þróun í heiminum. Þó barátta fyrir jafnrétti hafi borið árangur í mörgum löndum og á mörgum sviðum eru tæki- færi stúlkna og kvenna færri og þær hafa minni völd. Konum er mismunað á flestum sviðum, það á við um heilsu, efnahag, stjórnmál, menntun og vinnumarkað, svo dæmi séu nefnd. Konur hafa lægri tekjur en karlar í öllum löndum heims, konur eru ekki nema 40% af launuðu vinnuafli heimsins, í sumum heims- hlutum eru færri en fimmti hver launþegi kona. Konur vinna þó þrjá fjórðu af allri ólaunaðri vinnu. 26 Árið 1995 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Peking um jafnréttismál í heiminum. 20 árum eftir að Peking-yfirlýsingin um aukin völd og áhrif kvenna var undirrituð, er enn ekki nema fimmti hver þingmaður á þjóðþingum heimsins kona. Það eru vissulega tvöfalt fleiri en árið 1995, en langt frá heimsmarkmiðunum. Sama hægfara þróun á við um kynjaskiptingu meðal stjórnmálaleiðtoga í heiminum. Einungis 6 prósent af öllum 315 þjóðarleiðtogum heimsins eru konur. Þýskaland, Síle, Nepal og Noregur eru dæmi um það. 10 % 20 % 30 % 40 % 50 % 60 % 70 % 1 000 10 000 100 000 Engin fylgni milli tekna og jafnréttis á þjóðþingum Hlutfall kvenna á þjóðþingum VÞF á íbúa (leiðrétt í samræmi við kaupmátt) Bildtext: Ekki virðast vera tengsl milli tekjustigs og jafnréttis ístjórnmálum. Í ríkum löndum á borð við Japan, Óman og Kúveit eru næstum engar konur þingmenn. Í sumum fátækum löndum eins og Senegal, Níkaragúa og Bólivíu er hlutfallið jafnt. Stærsta hlutdeild kvenna á þjóðþingi er í Rúanda. Finnland Svíþjóð Kúba Bólivía Rúanda Seychelles- eyjar Kúveit Óman Japan Senegal Níkaragúa Ekki virðast vera tengsl milli tekju- stigs og jafnréttis í stjórnmálum. Í ríkum löndum á borð við Japan, Óman og Kúveit eru næstum engar konur þing- menn. Í sumum fátækum löndum eins og Senegal, Níkaragúa og Bólivíu er hlut- fallið jafnt. Stærsta hlutdeild kvenna á þjóð- þingi er í Rúanda. 26) UNDP, Ársskýrsla um þróun lífskjara 2015.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=