Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 59 25) Sjá dæmi: Freedom House, Polity IV-project, The Economist Democracy Index eða Varieties of Democracy (www.v-dem.net) . Það er erfitt að mæla stig lýðræðis og frelsis, en mörg samtök og rannsóknarstofnanir nota þó ýmsar skilgreiningar til að átta sig á hvert stefnir. 25 Mælingarnar eru misflóknar og aðferð- irnar ólíkar, en allar benda þær til, alla vega þegar litið er til lengri tíma, að þróunin sé í lýðræðisátt. Til að myndin verði eins rétt og mögulegt er þarf oft að grípa til fleiri mælingaraðferða. Oft er vitnað í árlega úttekt bandarísku samtakanna Freedom House , en þar er heiminum skipt í lönd sem teljast frjáls, frjáls að hluta, og ófrjáls. Samkvæmt þessari úttekt hefur fjöldi lýðræðisríkja í heiminum meira en tvö- faldast undanfarin 40 ár og í dag eru lýðræðisríki í heiminum tvöfalt fleiri en einræðisríki. Í upp- hafi áttunda áratugarins var þessu öfugt farið. Myndritið sýnir einnig að lýðræðisþróun virðist hafa staðnað undanfarin ár. Nánari greining á gögnum frá Freedom House sýnir einnig að í u.þ.b. sextíu löndum hefur lýðræði og frelsi hrakað, þó að bakslagið hafi ekki fært landið úr einum flokki í annan. 25 50 75 100 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 Fjöldi: landa frjálsra að hluta ófrjálsra landa frjálsra landa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=