Verður heimurinn betri?

42 VERÐUR HEIMURINN BETRI? er mikill. Í Kína tókst næstum að útrýma örbirgð, en hún var mjög mikil í upphafi 10. áratugarins (sjá myndrit). Í Afríku sunnan Sahara fór þeim sem búa við örbirgð hins vegar ekki að fækka fyrr en á 21. öldinni. Enn er áætlað að fjórir af hverjum 10 á þessu svæði búi við örbirgð. Íbúafjöldi í Afríku sunnan Sahara hefur allt að því tvöfaldast frá árinu 1990. Það þýðir að þótt hlutfall fátækra lækki lítillega, fjölgar í raun fátæku fólki. Alþjóðabankinn áætlar nú að í Afríku búi 190 milljónir við örbirgð. Á tímabilinu 1990 til 2015 fækkaði þó 1990 2015 57 % 41 % 1990 2015 46 % 7 % 1990 2015 52 % 17 % Afríka sunnan Sahara Austur-Asía Suður-Asía = 100 milj. jarðarbúa = í örbirgð = ekki í örbirgð fátækum um næstum einn milljarð á heimsvísu. Á sama tíma fjölgaði jarðarbúum um tvo milljarða. Fleiri mæliaðferðir Það er ekki til nein endanleg skilgreining á fátækt. Hana má mæla á mismunandi hátt. Ef fátæktarmörk væru hækkuð í t.d. fjóra dali á dag (það er það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla miðstétt) myndu 65 prósent allra jarðarbúa lenda undir fátæktarmörkum. Í Suður-Asíu og í Afríku eru yfir 90 prósent íbúa með lægri tekjur en 4 dali á dag. En fátækt snýst ekki bara um tekjur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=