Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 41 Fátækt fer minnkandi Þ eim sem búa við örbirgð hefur fækkað um meira en milljarð undanfarin 15 ár, á sama tíma hefur jarðarbúum fjölgað um tvo milljarða. Þó bjuggu fleiri en 700 milljónir enn við örbirgð árið 2015. 9 Fátækt er ein höfuðorsök margra vandamála heimsins. Fátækt fólk er í meiri hættu á að deyja ungt og verða fórnarlömb sjúkdóma og stríða. Það verður verst úti í náttúruhamförum, efna- hagskreppum, vegna hækkandi heimsmarkaðs- verðs og annarra utanaðkomandi erfiðleika. Hægt er að skilgreina og mæla fátækt á mismunandi hátt. Algeng matsaðferð er að áætla hve stór hluti íbúanna hefur lægri tekjur en tiltekna upphæð á dag, það eru skilgreind fátæktarmörk. Það er ekki sjálfgefið hvar draga á mörkin milli fátæktar og ekki-fátæktar. Það, hvar mörkin eru sett, ræður því hvort það sem við skilgreinum sem „fátækt“ eykst eða minnkar. Ástandið í dag ● U.þ.b. 700 milljónir manna búa við örbirgð. ● Það eru 10 prósent jarðarbúa. Hvert stefnir? ● Lækkar alls staðar í heiminum. Á tímabilinu 1990 til 2015 dró úr örbirgð um þrjá fjórðu. ● Á tímabilinu 2005 til 2015 dró úr örbirgð um helming. Mælistika fyrir „örbirgð“ í heiminum hefur verið sett við 1,9 dali á dag. 10 Viðmiðið er breytilegt eftir kaupmætti (vöruverð í ólíkum löndum svo viðmiðið sé sem sanngjarnast) og eftir verðbólgu. Það er þetta viðmið sem oftast er notað til að mæla hvort fátækt í heiminum eykst eða minnkar. Þúsaldarmarkmiðunum var ætlað að fækka um helming þeim sem lifa undir fátæktar- mörkum á árunum 1990 til 2015. Þetta markmið náðist fimm árum áður en tímamörkum var náð. Áætlað er að dregið hafi úr fátækt um allt að því 75 prósent 11 á þessum 25 árum, í sögulegu samhengi eru það einstakar framfarir. Mismiklar framfarir Þó dregið hafi úr fátækt í öllum heimshlutum hefur þróunin verið mishröð. Hraðast hefur dregið úr fátækt í löndum þar sem hagvöxtur 9) Mat Alþjóðabankans. 10) Áður 1,25 dalir á dag. Til að aðlaga viðmiðið betur að raunveruleikanum var því breytt í lok árs 2015. 11) Alþjóðabankinn: Framvinduskýrsla 2015 (World Monitoring Report 2015).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=