Varúð - verkefnabók

70 71 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 8. Í kaflanum Get ekki meira eru Marta og Marius að horfa á þætti. Hvernig þætti eru þau að horfa á? Og hvaða þátt heldur Lára að þau séu búin að vera að horfa á? 9. Hvernig hyggjast Marta og Marius lokka Láru aftur inn í kaflanum Hvað éta úlfar? Gamma-varúlfur 10.Svona hefst kaflinn Hnusað upp í vindinn Marius hefur augun á mömmu í garðinum og ég stekk inn í eldhús til að sækja kattamat. Í neðstu skúffunni blasa við mér ótal dósir. Þarna eru til dæmis nýrnabaunir, kókosmjólk og tómatmauk. Einu sinni gerði mamma lasagna og notaði óvart kattamat í sósuna. Sem betur fer fattaðist það um leið. Síðan þá hef ég reynt að sannfæra mömmu um að geyma kattamatinn í geymslunni. Hún segir að Hvæsi sé hluti af fjölskyldunni og eigi að hafa matinn sinn í eldhúsinu eins og aðrir. Ég gríp eina dósina og opna hana yfir vaskinum. Um leið finn ég grófan feld Hvæsa strjúkast við annan fótlegginn á mér. Hér er að finna fullt af nafnorðum. Strikaðu undir öll orðin sem þú ert viss um að séu nafnorð. Skoðaðu svo nánar nafnorðin hér fyrir neðan og krossaðu við í hvaða kyni þau eru og hvort þau séu í eintölu eða fleirtölu í textanum: Nafnorð Karlkyn – Kvenkyn – hvorugkyn Eintala – Fleirtala augun mömmu skúffunni dósir tómatmauk kattamat fjölskyldunni feld

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=