Varúð - verkefnabók

22 23 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Föndur – origami Og hvernig er betra að enda lestur um blóðsugur en að búa til sínar eigin vampírutennur úr pappír? Hægt er að finna myndbönd á YouTube sem kenna ykkur að brjóta pappírinn rétt saman til að mynda vígalegar vígtennur. (Þið getið stuðst við leitarorðin: Origami Vampire Fangs.) Og fyrir þá sem vilja gera vampírubókamerki þá er einnig að finna kennslumyndband á YouTube. Það er örlítið flóknara en að búa til vampírutennur en með því að fylgja leiðbeiningunum þá ættu flestir að komast í mark. (Þið getið til dæmis slegið inn: How to make origami vampire corner bookmark-paper folding craft.) Grúsk – Leslisti bekkjarins Farið á bókasafnið eða grúskið á netinu og finnið fleiri bækur þar sem blóðsugur koma við sögu. Skrifið niður titil bókanna sem þið finnið og nöfn höfunda þeirra. Þegar allir hópar hafa fundið nokkra titla þá útbúið þið einn bekkjarlista sem hægt er að skoða næst þegar ykkur langar til að lesa bók um vampíru. Umræður – Vampírur í kvikmyndum • Ræðið saman um kvikmyndir og teiknimyndir sem þið munið eftir að hafa séð þar sem vampírur (blóðsugur) komu við sögu. • Hvernig persónur eru blóðsugurnar? • Eru þær almennt góðar eða vondar í sjónvarpsefninu? • Hvaða vampírumynd getið þið mælt með fyrir bekkjarsystkini ykkar og af hverju er sú mynd góð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=