Varúð - verkefnabók

20 21 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: Hvernig breyttist samband Mörtu og Mariusar þegar leið á söguna? Af hverju ætli Marius eigi fáa vini? Haldið þið að það breytist miðað við hvernig sagan endar? Hvað með Mörtu, það stendur í upphafi bókar að hún sé vinsæl og vinamörg. Af hverju haldið þið að hún sé svona vinamörg? Hvernig vinkona haldið þið að hún sé? Skoðið persónulýsingarnar í upphafi bókar. Núna þegar þið hafið lesið söguna og hafið kynnst betur þessum fimm persónum, hverju mynduð þið bæta við eða breyta í persónulýsingunum? Hvað má ekki segja í upphafi bókar sem gæti kannski skemmt fyrir ánægjuna við lesturinn? Veljið annað hvort verkefnið og vinnið það í tveggja til fjögurra manna hópum: a) Veljið tvo til þrjá kafla í bókinni og búið til spuna þar sem innihald kaflanna kemur vel fram. b) Ímyndið ykkur að Carmilla hafi drukkið krakkablóð beint úr hálsi Mörtu og lögreglan sé núna með hana í haldi. Skrifið upp spurningar sem lögreglan myndi spyrja í yfirheyrslu og svör Carmillu. Ef þið eruð fleiri í hóp en tvö þá getið þið bætt við vitnisburði sem Marta og Marius gefa. Leikið svo yfirheyrsluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=