Útgáfudagur - Haust 2019

17 WWW.MMS.IS NÁMSEFNI Í RAFBÓKARFORMI VERKLEGAR ÆFINGAR Í NÁTTÚRUFRÆÐI Í þessari bók er safn fjölbreyttra verklegra æfinga í eðlis- og efnafræði. Æfingarnar má nýta með hvaða grunnefni í náttúrufræði sem er. Verkefnin eru miðuð við nemendur á miðstigi en geta auðveldlega nýst fyrir önnur aldursstig. Æfingarnar taka á eftirfarandi þáttum: orku og orkuformi, bylgjum og rafmagni, krafti og hreyfingu, byggingu og eiginleikum efnis- og efnabreytinga. BRAGFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG GRUNNSKÓLA Íslenskur kveðskapur á sér sögu sem rekja má allt aftur fyrir landnám. Hinn forni kveðskapararfur byggist á bragreglum sem í dag eru hvergi til í lifandi máli nema hér á Íslandi. Í þessari bók eru helstu bragreglurnar. Bókin skiptist í tólf kafla sem hver um sig fjallar um ákveðinn þátt bragfræðinnar á skýran og einfaldan máta. NÁTTÚRUFRÆÐI ÍSLENSKA LESIÐ TIL SKILNINGS: KENNARAHANDBÓK Í GAGNVIRKUM LESTRI Efnið er útfærsla á gagnvirkum lestri sem er ein mest rannsakaða og raunprófaðasta lesskilningsaðferð sem til er. Aðferðin fellur undir fjölþátta lesskilningsaðferðir. Efnið samanstendur af kennsluleiðbeiningum og æfingatextum. Í leið- beiningunum er fjallað um lesskilning, hugmyndafræðina og lykilþætti sem liggja að baki gagnvirkum lestri. Æfingatextarnir innihalda svo gögn nemenda en þeir eru unnir samhliða innlögn og þjálfun. Aðferðin hentar best þeim sem eru orðnir nokkuð öruggir lesarar og geta einbeitt sér að innihaldi texta. UPPLÝSINGATÆKNI VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR Námsefni í nýsköpun fyrir miðstig í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð. Í efninu er fjallað um hvernig hægt er að koma hugmynd að eigin rekstri í framkvæmd. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: rafbók með verkefnum og kennsluleiðbeiningum NÆSTA STIG Námsefni í nýsköpun fyrir unglingastig í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð. Efnið fjallar um nýsköpun og frumkvöðlastarf sem miðar að því að fá fram nýjar hugmyndir sem hafa gildi fyrir aðra og í framhaldinu að reyna að raungera hugmyndirnar. Efnið samanstendur: rafbók með verkefnum og kennsluleiðbeiningum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=