Útbrot

84 LÁN Hægt er að fá lánaða peninga. Það gerir fólk þegar það á ekki fyrir því sem það er að kaupa. Skiptar skoðanir eru á því hvort peningalán sé skynsamur kostur. Þegar einstaklingur (lántaki) tekur lán er gerður lánasamningur milli hans og lánveitanda (yfirleitt banki eða önnur lánastofnun). Með því að skrifa undir samninginn lofar lántaki að borga peninginn til baka ásamt vöxtum. Það er mikilvægt að standa við slíka samninga og borga á réttum tíma því annars getur farið illa. Lánum er hægt að skipta í tvo grunnflokka: skammtímalán og langtímalán. Skammtímalán kallast það þegar einstaklingur fær lánaða peninga og ætlar að greiða þá til baka á stuttum tíma. Endurgreiðslutíminn getur verið allt frá nokkrum dögum upp í nokkur ár. Slík lán eru stundum kölluð neyslulán enda oftar en ekki ætluð til að fjármagna kaup á raftækjum, húsgögnum, bílum og ferðalögum. Dæmi um skammtímalán: Yfirdráttur á debetreikningi, kreditkort, bílalán og raðgreiðslur. Langtímalán nýtist þegar fólk þarf á miklum peningum að halda og kýs að borga lánið í smáum skömmtum á mörgum árum. Oft og tíðum er um svo háar upphæðir að ræða að fólki reynist erfitt að leggja fyrir slíka upphæð á fáum árum. Langtímalán má greiða til baka á allt að 40 árum og nýtist helst þegar fólk kaupir sér heimili eða leggur í aðrar stórar fjárfestingar. Dæmi um langtímalán: Námslán og húsnæðislán. ER LÁN OF GOTT TI L AÐ VERA SATT? EKKI GLEYMA VÖXTU M! Lántakandi þarf að greiða nokkurs konar leigu fyrir þá peninga sem hann fær að láni. Sú leiga kallast vextir. Þeir eru misháir og því mikilvægt fyrir lántakanda að kynna sér vel hversu mikla vexti þarf að borga fyrir hvert lán. Þetta þýðir að lántaki þarf að borga meira til baka en hann fékk lánað. Lán er því ekki lausn sem á að nýta sér nema nauðsyn krefji. Það er dýrt að taka lán! Ef lántaki gleymir eða getur ekki greitt af láni á réttum tíma bætast við dráttarvextir. Slíkir vextir eru yfirleitt mjög háir og því mikilvægt að standa í skilum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=