Útbrot

72 6. Ö3 Þegar nemandi hefur lokið Ö1 og Ö2 og a.m.k. 12 tímum hjá ökukennara er komið að Ökuskóla 3. Hann fer fram í svokölluðu ökugerði (æfingasvæði) og er bæði bóklegur og verklegur. Nemendur nýta sér tækni til að upplifa og sjá ýmsar aðstæður sem geta komið upp við akstur. Auk þess fá þeir leiðsögn og æfingu í að bregðast við óvæntum aðstæðum. Einnig er farið vel yfir öryggisbúnað bílsins. 7. SKRI FLEGT OG VERKLEGT PRÓF Þegar hér er komið sögu metur ökukennari hvort og hvenær nemandi er tilbúinn í próf. Bóklega prófið má taka allt að tveimur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Það samanstendur af 30 krossaspurningum þar sem fleiri en eitt svar geta verið rétt. Verklega prófið fer fram með sérstökum prófdómara, á þeirri bifreið sem nemandi hefur lært á. Það má fara fram í fyrsta lagi tveimur vikum fyrir afmælisdag nemanda. Prófið er bæði munnlegt og aksturspróf. Í aksturshlutanum ekur nemandinn í um 30 mínútur og hlýðir fyrirmælum prófdómara. Í munnlega hlutanum spyr prófdómari út í atriði eins og öryggisbúnað, hemla, spegla og mæla svo eitthvað sé nefnt. 8. Ö KU LEYFIÐ Í HÖFN Þegar nemandi hefur náð prófinu fær hann afhent bráðabirgðarökuskírteini sem gildir þar til hefðbundið ökuskírteini hefur verið útbúið. Það tekur yfirleitt nokkra daga. Ökumaður má þó ekki hefja akstur án leiðbeinanda fyrr en 17. afmælisdagurinn rennur upp. HVER ER LÁGMARKSKOSTNAÐU R VIÐ Ö KU NÁM? Verkleg kennsla m.v. 15 ökutíma 150.000 kr. Ökuskóli 1 11.500 kr. Ökuskóli 2 11.500 kr. Ökuskóli 3 (Ökugerði) 39.600 kr. Bóklegt próf 4.000 kr. Verklegt próf 10.000 kr. Samtals 226.600 krónur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=