Útbrot

71 2. KEN NSLA H EFST Næst þarf að hafa samband við ökukennara. Sá kennir á ökutækið og leiðir nemandann í gegnum allt ökunámið og prófið. Hann afhendir einnig ökunámsbók sem heldur utan um námsferilinn. Í hana eru skráðar upplýsingar um ökutíma, námskeið í ökuskóla og æfingaleyfi. Nemandi tekur að lágmarki 15 tíma hjá ökukennara. 3. Ö1 Fljótlega eftir að námið með ökukennaranum hefst þarf að taka fyrsta hlutann í bóklega náminu. Sá kallast Ökuskóli 1 (Ö1). Þar er farið yfir námsferlið, bílinn og búnað hans, helstu umferðarmerki og reglur. Nauðsynlegt er að klára Ökuskóla 1 áður en hægt er að sækja um æfingaakstur. 4. ÆFI NGAAKSTU R Sótt er um æfingaakstursleyfi til sýslumanns, það er þó ekki skylda. Sumir kjósa að vera eingöngu hjá ökukennara í sínu námi. Áður en sótt er um æfingaakstursleyfi þarf að ljúka a.m.k. 10 tímum með ökukennara og klára Ökuskóla 1. Einnig þarf að finna sér leiðbeinanda sem er eldri en 24 ára og hefur haft bílpróf í a.m.k. 5 ár. Auk þess þarf stimpil frá tryggingafélaginu, sem tryggir bílinn sem æft er á. Sá stimpill staðfestir að bíllinn sé í lagi og vel tryggður. Þegar allt er klárt er hægt að hefja æfingaaksturinn með leiðbeinandanum. Fleiri en einn geta tekið að sér það hlutverk. Mikilvægt er að hafa ökunámsbókina alltaf með í bílnum. 5. Ö2 Þegar nemandinn hefur náð góðum tökum á akstrinum og öðlast öryggi er kominn tími á að reyna við annan þátt bóklega hlutans, Ökuskóla 2. Þar er fjallað ítarlega um umferðarlög og umferðarmerki ásamt öðru sem mikilvægt er að ökumenn séu með á hreinu. Verklega kennslan heldur áfram samhliða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=