Útbrot

12 Söguþráður/atburðarás: Sagan hefst árið 1995 á plánetunni Hala. Vers er hermaður í Stjörnuher Kree stórveldisins. Yfirmaður hennar er Yon-Rogg sem einnig hefur leiðbeint henni við að ná stjórn á ofurkröftum sínum. Hún verður viðskila við hersveit sína í sendiför og er numin á brott af hópi uppreisnarmanna af Skrull ættbálki. Þeir fara með hana til Jarðarinnar í geimskipi sínu. Vers tekst að flýja og brotlendir í Los Angeles. Þar rekst hún fljótlega á útsendara S.H.I.E.L.D, sérstakrar löggæslustofnunar sem sinnir yfirskilvitlegum ógnum. Þeir Fury og félagi hans Coulson flækjast inn í atburðarásina þegar Skrull-liðar reyna ítrekað að handsama Vers á ný. Vers kemst að því að hún var eitt sinn orrustuflugmaður í Bandaríkjaher að nafni Carol Danvers. Hún var talin af eftir dularfullt flugslys sex árum áður. Með henni í vélinni var Dr. Wendy Lawson sem hafði meðferðis kraftmikinn orkugjafa, sem hún hafði hannað. Vers kemst að því að hún er mikilvægur hlekkur í blóðugu alheimsstríði. Nú þarf hún að lifa af, læra á ofurkraft sinn og bjarga Jörðinni frá útrýmingu. Captain Marvel verður til. U PPHAFIÐ Captain Marvel og saga hennar kom fyrst fyrir augu almennings í myndasögum frá Marvel útgáfunni. Persónan Marvel var hugarfóstur Stan Lee og Gene Colan. Hún birtist fyrst í 12. tölublaði Marvel Super-Heroes í desember 1967.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=