Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Leiðbeinandi spurningar til að meta sköpunarvinnuna: • Hvernig komust þið að lausninni? • Hvert var hugtakið eða hver var lausnin? • Hvernig munu aðstæðurnar líta út? • Hvernig mun lausnin virka? • Hverjum er lausnin ætluð? Hverjir eru notendurnir? • Hvernig geta notendur nýtt sér hana? • Hvað hafið þið lært varðandi umfjöllunarefnið eða varðandi aðra hluti með því að skapa þessa lausn? Í verkfærakistunni eru sex aðferðir til að þróa hugmyndirnar ykkar og prófa þær. Þetta spjald er hægt að nota til að meta sköpunarvinnuna og ígrunda aðferðirnar sem hefur verið beitt og þann lærdóm sem hefur átt sér stað. Það sem þarf: Næði til ígrundunar og umræðna, tafla eða blöð og pennar. Tími: Ca. 20–40 mínútur. ÍGRUNDUN sköpun Guðrún Gyða Franklín arkitekt og kennari sá um hönnun og uppsetningu á íslensku með leyfi frá Anne Katrine G. Gelting og Lailu Grön Truelsen aðalhönnuðum FUTE aðferðaspjaldanna. Skipulag þessara aðferðaspjalda eru aðlöguð upp úr verkunum The 5C Model of Design Methods and Knowledge og DSKD Method Collection sem unnin voru árið 2011 af S. A. K. Friis og A. K. G. Gelting, dósentum við Designskolen í Kolding í Danmörku. Ný útgáfa af aðferðaspjöldum var gefin út árið 2014: The 6C Model and The Co-Create Collection. Höfundur þess efnis er S. A. K. Friis og útgefandi er U Press í Danmörku. 5C- og 6C-líkönin og aðferðaspjöldin hafa verið í notkun síðan 2011 og reynst einkar vel í hönnunarskólum og háskólum innan og utan Danmerkur. FUTE efnið eins og það er í núverandi mynd hefur verið þróað áfram af Anne Katrine G. Gelting og Lailu Grøn Truelsen sem báðar eru lærðir hönnuðir og vinna sem stendur að kennslu- og þróunarverkefnum við Designskolen í Kolding. Ábendingar varðandi þróun, val á aðferðum og dæmum um hvernig nota beri aðferðaspjöldin veittu samstarfsaðilar FUTE verkefnisins: Frakkland: Reseau Canopé 42: Arnaud Zohou, stjórnandi á vinnustofu, og Charlotte Delomier og Apolline Roux, hönnunarkennarar. Belgía: Hogeschool PXL: Wouter Hustinx, rannsóknarstjóri hjá Centre for Educational Innovation við PXL og samstarfsaðilarnir Marie Evens og Stephanie Lem, doktorar í menntavísindum. Wales: Cardiff Metropolitan University: Gary Beauchamp, prófessor og aðstoðardeildarforseti rannsókna, og Isabelle Adams, doktorsnemi og aðstoðarmaður við rannsóknir. Finnland: Turku-háskóli: Päivi Granö, aðstoðarprófessor og Satu Grönman, lektor í kennslu handiðna. Danmörk: University College South Denmark (UC SYD): Per Holst Hansen, dósent og Rasmus H. Jensen, dósent FUTE er með heimasíðu þar sem er hægt að skoða frekari upplýsingar um verkefnið: https://www.fute-project.eu/ FUTE AÐFERÐASPJÖLDIN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=