Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Leggið efnið á borðið. Það þarf að vera nægt efni fyrir alla í teyminu. 2) Í fimm mínútur þurfa allir í teyminu að teikna, gera klippimyndir eða líkön eða skrifa um áskorunina eða hugmyndina sem þið eruð að vinna að í sameiningu. 3) Þegar tíminn er liðinn færið þið þeim sem situr við hliðina á ykkur það sem þið voruð að búa til. Stillið tímann aftur á fimm mínútur og látið næsta teymisfélaga vinna að frjálsri túlkun á verkum ykkar til að þróa nýjar hugmyndir. Þið megið ekki skipta ykkur af eða útskýra of mikið þó svo að verið sé að gera verulegar breytingar á verkinu ykkar. 4) Látið verkin ykkar ganga þar til allt teymið hefur unnið í hugmyndum hvers annars. 5) Veljið bestu hugmyndina/hugmyndirnar og skrifið hana/þær niður og ræðið hvernig hægt væri að þróa þær áfram. Þetta er aðferð til að fá hóp til að búa til eitthvað saman með því að sameina einstaklingsvinnu og víxlvinnu milli liðsmanna til að deila og þróa hugmyndir. Aðferðina er hægt að nota með mismunandi miðlum: að skrifa, teikna eða búa til frumgerð eða líkan og veitir möguleika á nýjum samsetningum og sjónarhornum. Þessi aðferð stuðlar líka að góðum liðsanda við þróun hugmynda. Það sem þarf: Borð sem teymið getur setið við, teiknipappír og pennar, leir, legókubbar og tímavaki eða sími. Tími: 15–45 mínútur. BOÐHLAUP 39 sköpun Aðferð 1) Safnið saman úrvali af alls kyns hráefnum til að smíða líkön og frumgerðir. Ólík efni og tilfallandi úrgangsefni er oft hægt að nota á óvæntan hátt. 2) Áður en þið setjið saman flóknari frumgerð eða líkan skuluð þið gera teikningu af hlutnum í réttum stærðarhlutföllum. 3) Munið að smíða frumgerðir snemma í ferlinu, þó að þær séu einfaldar og ódýrar geta þær verið mjög gagnlegar. Frumgerðir eru notaðar til að byggja upp þrívítt líkan af hugmynd. Tilgangurinn getur verið að þróa hugmyndina áfram með því að prófa form, smáatriði eða virkni eða sýna öðrum hvernig hugmynd eða lausn gæti litið út og hvernig hún gæti virkað. Frumgerðarsmíði er ómissandi við framþróun hugmynda. Þið þurfið ekki að nota dýrt hráefni eða eyða miklum tíma. Þið getið notað pappír, pappa, legókubba eða afgangshráefni. Að setja saman, móta og líma og vinna með hug og hönd getur gefið fleiri nemendum tækifæri til að láta ljós sitt skína í kennslustundinni. Það sem þarf: Borð sem teymið getur setið við, teiknipappír og pennar, leir, legókubbar og ýmis konar hráefni, tímavaki eða sími. Tími: Frá 45 mínútum allt að heilum degi. FRUMGERÐIR 40 sköpun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=