Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Skipið tímavörð sem passar upp á tímann. 2) Skrifið áskorunina niður þar sem hún er sjáanleg öllum. 3) Útskýrið reglurnar fyrir þátttakendum: Mikilvægt er að vera opin fyrir öllum tillögum og forðast að gagnrýna hugmyndir hvers annars. Allir mega segja sína skoðun og látið hugmyndirnar flæða. Því óvenju- legri sem hugmyndirnar eru og því fleiri sem koma fram því betra. Verið fjörug og hvetjið hvert annað. Byggið á hugmyndum annarra og hlustið hvert á annað. 4) Einn í einu segir sína hugmynd en allir þurfa að fá að koma hugmyndum sínum á framfæri og stjórnandi skrifar þær á sameiginlegt stórt blað, á post-it miða eða á sameiginlega stafræna töflu á netinu svo allir sjái. 5) Ef ekki er farið eftir reglunum skuluð þið taka hlé, fara yfir reglurnar og koma ykkur aftur á réttan kjöl. Þetta er sígild hugmyndasköpunaraðferð sem getur hjálpað ykkur að þróa fjölmargar hugmyndir í samvinnu með öðrum. Mikilvægast hér er að forðast gagnrýni og vera með opinn huga gagnvart öllum hugmyndum og tillögum, líka sínum eigin. Einnig er mikilvægt að hafa ábyrga manneskju í hlutverki leiðbeinanda til að halda orkustiginu háu og áhugahvötinni virkri og sjá til þess að tímaramminn haldist. Skemmtileg breyting á æfingunni væri að fara í „öfugt hugarflug“ þar sem þið veltið fyrir ykkur hugmyndum um lélegar lausnir eða hugdettur til að gera vandamál enn verra. Þetta getur leitt af sér mikla skemmtun og hlátur og sviptir oft hulunni af mikilvægum atriðum málefnis. Svo er þetta líka góð upphitunaræfing! Það sem þarf: Pennar og blöð, post-it miðar eða sameiginleg stafræn tafla á netinu. Tími: 30 mínútur að hámarki. HUGARFLUG 36 hugmyndavinna Leiðbeinandi spurningar til að meta hugmyndavinnuna: • Hvaða hugmyndir fenguð þið? • Hversu margar hugmyndir fenguð þið? • Hvernig munuð þið velja úr þær hugmyndir sem þið viljið þróa áfram? • Hvers vegna völduð þið þær? • Passa þær við áskorunina sem þið hafið mótað? • Hvað hafið þið lært varðandi umfjöllunarefnið eða aðra hluti með því að búa til hugmyndir? Í verkfærakistunni eru sex aðferðir sem eru til þess fallnar að leiða af sér margar hugmyndir og örva ímyndunaraflið. Þetta spjald er hægt að nota til að meta hugmyndavinnuna og ígrunda aðferðirnar sem beitt hefur verið og þann lærdóm sem hefur átt sér stað. Það sem þarf: Næði til ígrundunar og umræðna, tafla eða blöð og pennar. Tími: Ca. 20–40 mínútur. ÍGRUNDUN hugmyndavinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=