Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Skipuleggið vinnustofu í hugmyndasköpun með litlum æfingum eins og klippimyndagerð, líkanagerð með leir, legókubbum eða með því að svara ýmiss konar spurningum. Þið getið líka skipulagt athöfn sem er viðeigandi fyrir þemað. 2) Komist að því hverjir það eru sem gætu búið yfir þekkingu, reynslu eða hugmyndum varðandi áskorunina sem þið eruð að fást við. Þið gætuð líka boðið fólki sem býr ekki yfir neinni sérstakri reynslu en hefur skýrar skoðanir eða viðhorf. 3) Finnið stað fyrir vinnustofuna sem býður upp á afslappað og skemmtilegt andrúmsloft eða innréttið skólastofuna þannig að notalegt sé að vera í henni. 4) Bjóðið þátttakendum og útskýrið vandlega fyrirfram hvað þið ætlið að gera og hvernig þið munuð nota niðurstöðurnar. 5) Haldið vinnustofuna og hvetjið þátttakendur til að útskýra upplifanir sínar, skoðanir og hugmyndir í tengslum við áskorunina, á sjónrænan hátt. 6) Safnið eins mörgum og fjölbreyttum uppgötvunum, skoðunum eða hugmyndum og hægt er. Þessi aðferð snýst um að fá hugmyndir, þekkingu og heyra skoðanir frá mismunandi einstaklingum sem hafa reynslu eða eru sérfræðingar á ákveðnu sviði sem tengist áskoruninni og nota upplýsingarnar sem innblástur til að þróa hugmyndir. Því fjölbreyttari sem einstaklingarnir eru því betra. Það sem þarf: Pennar, blöð, upptökutæki og myndavél eða snjallsími. Tími: Hálfur eða allt að því heill dagur í undirbúning, 45 mínútur í smiðjuvinnu og ein og hálf klukkustund í að greina efnið. Þetta er hægt að gera að heimavinnu. MÖRG SJÓNARHORN 34 hugmyndavinna Aðferð 1) Hugsið um verkefnið hvert fyrir sig í fimm mínútur og hvað þið mynduð vilja að gerist. 2) Beitið sameiginlegu hugarflugi til að finna hugmyndir að skorðum eða reglum. Allt á að vera uppi á borðum. Skorður geta snúist um: Hversu miklum tíma getum við eytt? Hvaða efni, litir og athafnir verða að vera með í verkefninu? Hvernig vinnum við verkefnið? 3) Leggið mat á það hvaða skemmtilegu og örvandi skorður henta verkefninu? Veljið takmarkaðan fjölda skorða sem skapa umgjörð fyrir hugmyndasköpun og verkefnavinnu. 4) Haldið áfram að vinna í hugmyndasköpun eftir þeim skorðum sem þið hafið sett. Takmarkanir geta ýtt undir sköpunarkraft. Þegar allt er mögulegt og engin takmörk eru sett getur verið erfitt að byrja á verkefni eða vera skapandi. Þessi aðferð leggur áherslu á nauðsyn þess að búa til örvandi ramma eða ákveða nokkrar skorður sem skapa nauðsynlegan fókus og auka sköpunargleðina. Það sem þarf: Blöð, pennar og post-it miðar. Tími: 45 mínútur –1,5 klst. TAKMARKANIR 35 hugmyndavinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=