Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Safnið sögulegum gögnum: myndum, tölfræði, greinum um þemu, upplýsingum og staðreyndum sem tengjast verkefninu. 2) Setjið upp tímalínu þar sem þið dragið fram mikilvægar dagsetningar eða atburði, hluti eða einstaklinga sem þið hafið uppgötvað. 3) Gerið aðra tímalínu sem inniheldur til dæmis tækniframfarir, sögulega atburði og menningarstrauma sem áttu sér stað á sama tímabili og berið saman tímalínurnar. 4) Komið þið auga á einhver mynstur eða tengsl milli tímalínanna tveggja, svo sem hvernig mikilvægar tæknibreytingar eða menningarstraumar hafa haft áhrif á staðreyndir eða gögn sem þið hafið safnað? Hvað þýðir þetta fyrir áskorun ykkar? Fáið þið aðra innsýn í verkefnið? 5) Takið myndir eða vistið tímalínurnar og skrifið niður umræður og innsýn. Íhugið hvað þið viljið gera við nýju þekkinguna. Ævisöguaðferðin hjálpar til við að finna tengsl milli áskorunarinnar og viðeigandi efnissviða og hún hjálpar til við að skýra hvað hefur gerst sögulega. Það er lögð áhersla á að finna sambönd, efni og mynstur í fortíðinni til að skilja betur hvað er að gerast í dag og hvað gæti gerst í framtíðinni. Lærum af fortíðinni! Það sem þarf: Tölvur, netið, bókasafn, pappír, post-it miðar, pennar eða sameiginleg stafræn tafla. Tími: Frá 45 mínútum til allt að hálfum degi. ÆVISAGA 27 greiningar Aðferð 1) Takið saman upplýsingarnar eða gögnin sem þið hafið sankað að ykkur t.d. myndir, framburði og hluti og raðið þeim í tímalínu sem nær yfir 24 klukkustundir eða heilan sólarhring. 2) Spyrjið ykkur: Hvar eru einstaklingarnir, hlutirnir eða hverjar eru kringumstæður á tilteknum tíma dags eða nætur? Með hverjum eru einstaklingarnir? Hverjar eru hugsanir þeirra og þarfir? Hvers konar hluti eru þeir að nota? Hvað er að gerast? 3) Horfið á 24 stunda tímalínuna og upplýsingarnar sem þar eru og ræðið það sem þið sjáið: Eru einhverjar stundir þann dag þar sem áhugaverð mál, aðgerðir eða hlutir eiga sér stað? Kemur í ljós mynstur eða áskorun? Sólarhringur er einföld leið til að skoða til dæmis fyrirbæri, athafnir einstaklings eða hvað gerist á ákveðnum stað yfir daginn og kortleggja atburðina síðan myndrænt. Þessi nálgun getur afhjúpað áskoranir eða mynstur sem gætu verið áhugaverðar og viðeigandi fyrir vinnu ykkar eða áskorunina sem þið hafið áhuga á. Það sem þarf: Tafla og límband/teiknibólur, post-it miðar pennar eða hugbúnaður sem gerir ykkur kleift að safna saman myndum og sýna þær og teikna skýringarmyndir. Tími: 45 mínútur–1,5 klst. SÓLARHRINGUR 28 greiningar 1930 1950 2008 1930 1950 2008

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=