Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Finnið pláss á vegg eða borði, og setjið upp upplýsingarnar sem þið söfnuðuð saman. Þær geta verið í formi glósa, post-it miða, llítilla ljósmynda eða teikninga, textabrota, o.s.frv. 2) Hægt er að flokka á mismunandi vegu: a) Flokkaðu hluta upplýsinganna með því að setja upplýsingar/myndir nálægt sambærilegu efni. Næst skaltu finna fyrirsagnir fyrir mismunandi flokka og finna tengsl á milli þeirra. b) Veljið einhverja fyrirfram skilgreinda undirflokka eins og: „staðsetning, tími og stærð“ eða „staðreyndir, skoðanir, hugmyndir og áskoranir“ eða stigskipanir eins og: „oft, sjaldan, lágt og hátt“ og flokkið upplýsingarnar eftir þeim. Hvað gerum við svo: Þið gætuð beitt Skýringarmyndir (spjald nr. 30). Þessa aðferð má nota til að komast að því hvaða undirflokkar verða til þegar búið er að safna saman upplýsingunum. Þið flokkið og setjið upplýsingar og rannsóknir á sameiginlega töflu. Staðsetjið gögn nálægt eða langt frá hvert öðru til að sýna tengsl og mismun á sjónrænan og áþreifanlegan hátt. Þetta gerir það auðveldara að skilja viðfangsefni og skapa nýja þekkingu eða þróa hugmyndir. Það sem þarf: Stórt blað eða pappaspjald, post-it miðar, útprentaðar myndir og blað eða sameiginleg stafræn tafla á netinu þar sem hægt er að hala upp myndum og glósum og færa til. Tími: 30–45 mínútur. FLOKKUN 25 greiningar Aðferð 1) Byrjið á að fara yfir gögnin og upplýsingarnar sem búið er að safna. Hvaða gögn eru áhugaverðust og málinu mest viðkomandi? 2) Fáið hugmyndir um það hvernig er hægt að setja gögnin fram sjónrænt. Hér getið þið notað hefðbundnar skýringarmyndir eins og kökurit, súlurit eða stöplarit. Þið gætuð einnig aflað innblásturs með því að leita á netinu og skoða hvernig sérfræðingar setja fram gögn. Hugsið um nýjar leiðir til að sýna prósentudreifingu, stærð, tengsl o.s.frv. með því að nota til dæmis hluti og myndir sem geta skipt máli fyrir áskorunina. Notið liti! 3) Verið gagnrýnin á það sem þið eruð að gera: Er þetta auðskilið, hjálplegt og einfalt? Er þetta sönn framsetning á gögnunum og upplýsingunum? Ef ekki skuluð þið halda áfram að móta sjónrænu framsetninguna. Skýringarmyndir eða önnur myndræn atriði sem sýna tengsl, hlutfallslega stærð eða hlutfall af einhverju er oft auðveldara að skilja og miðla en fjölda gagna og tölfræði sem er útskýrð í löngum, flóknum texta. Sjónræn framsetning getur veitt nýja innsýn vegna þess að tengslin, flokkarnir og stigveldin eru strax sýnileg. Skýringarmyndir eru líka frábært miðlunarverkfæri. Það sem þarf: Pappír til að skissa hugmyndir á og hugbúnaður til að búa til mynd- rænar framsetningar og skýringarmyndir. Tími: Fer eftir umfangi gagna og hversu flókin framsetningin á að vera. SJÓNRÆN GÖGN 26 greiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=