Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Byrjið á því að setja fram aðalspurninguna eða tilgátuna sem þið vilt gera tilraunir með. Til dæmis: Skólaklósettin eru skítug vegna þess að nemendur telja sig ekki bera ábyrgð á þeim. 2) Hugsið um mismunandi leiðir til að komast að því hvort tilgátan sé sönn. Til dæmis er hægt að fá nemendur til að þrífa klósettin sem þeir nota sjálfir einn daginn og skrá hugsanir sínar. 3) Skráið gögnin vandlega með því að taka viðtöl við börnin eftir að þau hafa annaðhvort þrifið eða farið á klósettið. Endurtakið tilraunina með eldri eða yngri börnum eða öðrum hópum. 4) Verið eins hlutlæg og gagnrýnin og hægt er þegar þið greinið niðurstöður tilraunarinnar: Var tilgáta ykkar studd af öllum hópum eða var hún afsönnuð? 5) Getið þið núna afsannað kenninguna ykkar eða staðfest hana? Stundum er ómögulegt að læra um eitthvað með því að fylgjast með eða tala um það vegna þess að fólk er oft ekki meðvitað um eigin gjörðir eða venjur. Þú verður því að gera það sem vísindamenn gera: framkvæma tilraunir! Vísindafólk byrjar á því að álykta eða setja fram tilgátu um eitthvað og gera síðan tilraunir til að komast að því hvort þau hafi rétt fyrir sér eða ekki. Það sem þarf: Þetta fer eftir því hvað þið viljið sannreyna, hversu mikið og hvar. Tími: Frá 1,5 klst allt að heilum degi. TILRAUNIN 24 rannsóknir Leiðbeinandi spurningar til að meta rannsóknarvinnuna: • Hvernig hafið þið framkvæmt rannsóknina? • Hafið þið rannsakað nógu mikið? • Að hverju hafið þið komist? • Hvaða uppgötvanir eru mikilvægastar? • Af hverju eru þær mikilvægar? • Hvað hafið þið lært varðandi viðfangsefnið eða fólkið sem þið rannsökuðuð? Í verkfærakistunni eru sex aðferðir til að framkvæma rannsóknir og afla upplýsinga og innblásturs. Þetta spjald er hægt að nota til að meta rannsóknarvinnuna og ígrunda aðferðirnar sem hefur verið beitt og þann lærdóm sem hefur átt sér stað. Það sem þarf: Næði til ígrundunar og umræðna, tafla eða blöð og pennar. Tími: Ca. 20–40 mínútur. ÍGRUNDUN rannsóknir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=