Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Áður en farið er af stað skuluð þið gera áætlun um hvað og hvern þið hyggist ljósmynda; verðið ykkur úti um leyfi til að gera það, sérstaklega ef þið ætlið að fara inn á einkaheimili eða stofnun. 2) Takið margar myndir af mismunandi hlutum og athöfnum, helst á mismunandi tímum dags. 3) Finnið myndunum stað eða prentið þær út og festið þær upp, færið þær til. Notið Flokkun (spjald nr. 25). 4) Hvaða áhugaverðu þemu sjáið þið? Hvað er í gangi? Þurfið þið að taka fleiri myndir vegna þess að þið hafið tekið eftir einhverju nýju áhugaverðu? 5) Skoðið myndirnar í sífellu, horfið á þær á meðan þið vinnið til að minna ykkur á áskorunina sem þið eruð að fást við eða raunveruleikann utan skólastofunnar. Þessi aðferð er mjög einföld en engu að síður mjög áhrifarík. Takið fjölmargar myndir á staðnum sem um ræðir eða af hlutum sem tengjast því sem þið eruð að gera. Prentið þær út og hengið upp á vegg nálægt vinnurými ykkar. Að virða fyrir sér aðstæður í gegnum myndavélarlinsu gerir manni kleift að taka eftir smáatriðum og atriðum í aðstæðum sem þið hefðuð kannski ekki tekið eftir og það að hafa myndirnar alltaf nærri minnir ykkur á aðstæðurnar, samhengið eða áskorunina. Það sem þarf: Snjallsími, myndavél, pappaspjald eða gagnvirk tafla. Tími: Frá 45 mínútum allt að hálfum degi. Er einnig hægt að gera sem heimavinnu. LJÓSMYNDARINN 22 rannsóknir Aðferð 1) Byrjið á að ræða hvað þið viljið læra með viðtalinu og hvað þið ætlið að gera: a) Við hvern viljið þið tala? Hversu marga einstaklinga? Viljið þið taka hópviðtal eða viðtal við tvo ólíka viðmælendur; barn og fullorðna manneskju, konu og karlmann, gamlan einstakling og ungan? b) Hvar viljið þið taka viðtalið, úti á götu? Heima hjá viðmælandanum? Í hádegishléi? Þetta skiptir máli upp á það hversu formlegt eða óformlegt viðtalið verður. c) Hversu mikinn tíma hafið þið? Viljið þið taka stutt vegfarendaviðtal eða langt viðtal? d) Viljið þið að viðmælandinn geri eitt- hvað á meðan á viðtalinu stendur, t.d. gefi ykkur skoðunarferð í gegnum vinnurýmið sitt, sýni ykkur hvernig eitthvað virkar, eða leysi lítið verkefni? e) Eru spurningarnar ykkar megindlegar staðreyndaspurningar: Hvernig, hvenær, hvar? Eða opnar og eigindlegri: Hvers vegna? 2) Æfið viðtalið til að sjá hvort spurningarnar séu skynsamlegar og skrifið minnispunkta á blað. 3) Skrifið niður lykilorð á blað á meðan viðtalið fer fram. Takið viðtalið upp og verið viss um að fá leyfi fyrirfram. 4) Verið með opinn huga og fordómalaust viðhorf á meðan á viðtalinu stendur! Við höfum öll tilhneigingu til að halda að við þekkjum veröldina vel og vitum hvað er satt. En við getum haft mismunandi skoðanir sem koma í veg fyrir að við skiljum hvað er raunverulega að gerast. Þessi aðferð beinist að því að koma nemendum út úr kennslustofunni, út að tala við fólk, spyrja spurninga eða taka lengri viðtöl til að öðlast þekkingu, innsýn og innblástur. Hér geta nemendur öðlast nýja sýn á hluti og jafnvel skipt um skoðun ef eitthvað nýtt lærist. Það sem þarf: Glósubók og penni og/eða snjallsími með myndavél og upptökuforrit eða upptökutæki og myndavél. Tími: Undirbúningstími (kannski í heimavinnu) og 10–45 mínútur til að taka viðtölin. VIÐTAL 23 rannsóknir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=