Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Þið gætuð byrjað á því að nota Gátlistann (spjald nr. 9) til að lista upp á sjónrænan hátt þær upplýsingar sem þið þurfið að afla. 2) Notið Hugarflug (spjald nr. 36) og ákveðið hvers konar efni þið viljð leita að og hvar það er að finna. Þið ættuð að reyna að finna eins mikið af fjölbreyttu efni og mögulegt er, t.d. fréttaskýringar, sjónvarp, rannsóknargreinar, skýrslur og önnur fyrri viðfangsefni, vefsíður, blogg og bækur. 3) Finnið leið til að deila efninu með öllum meðlimum hópsins. 4) Notið að lokum Flokkun (spjald nr. 25) til að flokka efnið og greina það og öðlast skilning á því hvar þið þurfið að kafa dýpra eða hvar áhugaverðu spurning- arnar eða áskoranirnar liggja. Veröldin er full af þekkingu, upplýsingum og innblæstri og megnið af því er aðgengilegt á bókasöfnum og á netinu. Skjáborðsrannsókn er leið til að fá skjótan aðgang að mikilli þekkingu til að öðlast betri skilning á áskorun við upphaf verkefnis. Það sem þarf: Tölva, skrifborð og mögulega bókasafnsfræðingur. Sameiginlegur veggur af plakötum eða stafrænt blogg-svæði sem allir í hópnum geta fengið aðgang að og skoðað. Tími: 30–45 mínútur. Einnig hægt að gera hluta af verkefninu í heimavinnu. SKJÁBORÐSRANNSÓKN 20 rannsóknir Aðferð 1) Veljið staði sem tengjast áskoruninni sem þið eruð að fást við og farið þangað (gætið þess að biðja um leyfi). 2) Notið skilningarvit ykkar til að skrá eins mörg smáatriði og mögulegt er og skrifið hjá ykkur: Hvernig lítur staðurinn út? Hvernig hagar fólk sér og hvernig tekur það á móti ykkur? Verið á staðnum um stund og gerið e.t.v. eitthvað af því sem fólkið á staðnum er að gera. 3) Skrifið upplifanir ykkar og hugsanir hjá ykkur, gerið skissur af nærumhverfinu, fólkinu og hlutunum eða notið farsíma til að skrá hjá ykkur upplifanir ykkar og hugs- anir. 4) Verið með opinn huga og fordómalaust viðhorf á meðan á þessu stendur! 5) Flokkið og greinið upplýsingarnar: Hverju komust þið að? 6) Þið gætuð notað Sögupersónur (spjald nr. 29) til að gera upplýsingarnar áþreifanlegri og grípandi. Þessi aðferð snýst um að fara út í heiminn til að upplifa og vera athugul. Hún er innblásin af því hvernig mannfræðingar rannsaka hegðun og menningu á fordómalausan og heildrænan hátt og glósa hjá sér öll smáatriði sem þeir finna varðandi lifnaðarhætti fólks. Þetta getur veitt mikinn innblástur og er mikilvægt verkfæri þegar verið er að skapa lausnir við vandamálum eða fræðast um tiltekna áskorun. Það sem þarf: Glósubók og penni og/eða snjallsími með myndavél og upptöku- forriti eða upptökutæki og myndavél. Tími: Frá 45 mínútum allt að hálfum degi. Er einnig hægt að gera sem heimavinnu. MANNFRÆÐINGURINN 21 rannsóknir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=