Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Leiðbeinandi spurningar til að meta vinnuferlið: • Hvað hafið þið lært um ykkur sjálf? • Hversu vel hafið þið unnið saman í teyminu? • Hversu vel hafið þið undirbúið vinnuna? • Hafið þið mótað áskorun og tekist á við hana? • Hafið þið átt í skýrum samskiptum innan teymisins í ferlinu? • Hafið þið tjáð ykkur skýrt um úrlausn ykkar, hugmynd eða verkefni í lok ferlisins? • Hvað hafið þið lært varðandi umfjöllunarefnið og verkefnið? Í verkfærakistunni eru 18 aðferðir sem halda vinnuferlinu á réttri siglingu með því að tvinna saman samvinnu, innrömmun og samskipti í gegnum allt nýsköpunarferlið. Sex aðferðir beinast að samvinnu innan teymisins, sex aðferðir ganga út á að ramma inn áskoranir, meta upplýsingar og hugmyndir og sex aðferðir snúast um samskipti innan teymisins og við fólk utan teymisins. Þetta spjald er hægt að nota til að meta vinnuferlið og ígrunda aðferðirnar sem hefur verið beitt og þann lærdóm sem hefur átt sér stað. Það sem þarf: Næði til ígrundunar og umræðna. Tími: Ca. 20–40 mínútur ÍGRUNDUN Aðferð 1) Allir meðlimir hópsins eru beðnir um að hugsa um núverandi áskorun, finna og safna sögum eða hlutum sem eiga við og koma með í skólann á ákveðnum tíma. 2) Skipuleggið fund þar sem allir fá sama tíma til að deila sögu sinni. 3) Hinir hópmeðlimir skiptast á að spyrja spurninga og skrifa niður svör. 4) Eru algeng þemu eða hugsunarháttur sem er áhugaverður? Skrifið það niður og passið að taka góðar myndir af hlutum, eða skrifið niður sögurnar og notið þær í komandi verkefni. Flestir búa yfir persónulegri þekkingu og reynslu sem tengist viðkomandi vinnu eða verkefni. Þessi aðferð getur víkkað sjónarhorn einstaklinga í tengslum við allar námsgreinar. Sögur eða hluti að heiman, eða frá nánum fjölskyldumeðlim, er hægt að taka með í skólann og nota sem persónulegan útgangspunkt fyrir t.d. sögutíma. Það sem þarf: Heimavinna við að finna sögur eða hluti sem tengjast áskoruninni. Tími: Nokkrar klukkustundir í heimavinnu til að safna að sér hlutum og kynna sér sögurnar og 45 mínútur í kennslustund fyrir kynningar alls hópsins. PERSÓNULEGAR SÖGUR 19 rannsóknir vinnuferli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=