Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Samvinna 01. Teymisreglur 02. Kortlagning á þekkingu 03. Væntingar 04. Gerum hið gagnstæða 05. Hreyfið ykkur! 06. Flæðiskrif Innrömmun 07. Hvernig gætum við ...? 08. Staðreyndir og innblástur 09. Gátlistinn 10. Sýna og segja frá 11. Skilyrði árangurs 12. Sjónaukinn Samskipti 13. Vegvísir 14. Dagbók 15. Gagnaveggur 16. Pecha Kucha 17. Söluræða 18. Sögutækni Rannsóknir 19. Persónulegar sögur 20. Skjáborðsrannsókn 21. Mannfræðingurinn 22. Ljósmyndarinn 23. Viðtal 24. Tilraunin Greiningar 25. Flokkun 26. Sjónræn gögn 27. Ævisaga 28. Sólarhringur 29. Sögupersónur 30. Greiningarmynd Hugmyndavinna 31. Hvað ef? 32. Innblástur 33. Framtíðir 34. Mörg sjónarhorn 35. Takmarkanir 36. Hugarflug Sköpun 37. Hvetjandi karakterar 38. Listagyðjan 39. Boðhlaup 40. Frumgerðir 41. Frumgerð á myndbandsformi 42. Hlutverkaleikur Þessi spjöld eru hönnuð til að nota í gegnum alla hönnunaráskorunina. Þessi spjöld leggja áherslu á að afla upplýsinga og innblásturs ásamt því að greina efnið á sjónrænan hátt til að skapa nám og innsýn. Þessi spjöld hjálpa til við að þróa hugmyndir og búa til lausnir út frá rannsóknum og greiningum. Við leggjum til að tveimur ólíkum nálgunum sé beitt til að kynna aðferðirnar til sögunnar þegar unnið er að verkefni með nemendum. Ein er fyrir yngri nemendur og önnur fyrir eldri nemendur. Þegar yngri nemendum er kennt 1) Lesið handbókina og skoðið dæmin um það hvernig spjöldin eru notuð. 2) Skipuleggið hvernig á að fara í gegnum skrefin, hvort nemendur eigi að vera með smákynningar og hvenær og hvernig kynna beri niðurstöðurnar Ef verið er að vinna að hönnunaráskorun skuluð þið skipuleggja ferlið með því að velja eina eða tvær aðferðir úr hverjum flokki (sjá dæmi í handbókinni). 3) Kynnið spjöldin sem verða notuð fyrir nemendum og hjálpið þeim að beita aðferðunum. Mikilvægt er að skapa ramma fyrir aðferðirnar og taka fram tímann sem er til ráðstöfunar, niðurstöðurnar sem óskað er eftir og skilafresti fyrir smákynningar og lokakynningu. 4) Hefjist handa! Þegar eldri nemendum er kennt 1) Lesið handbókina og skoðið dæmin um það hvernig spjöldin eru notuð. 2) Skipuleggið hvernig á að fara í gegnum skrefin, hvort nemendur eigi að vera með smákynningar og hvenær og hvernig kynna beri niðurstöðurnar Ef verið er að vinna að hönnunaráskorun skuluð þið skipuleggja ferlið með því að velja eina eða tvær aðferðir úr hverjum flokki (sjá dæmi í handbókinni). 3) Kynnið ferlið fyrir nemendunum og hin mismunandi stig: Rannsóknir, greining, hugmyndavinna og sköpun. 4) Kynnið öll aðferðaspjöldin eða prentið þau út fyrir hvert teymi. 5) Bendið á hvaða aðferðir nemendur geti notað og látið þá svo byrja á að beita aðferðinni Vegvísi (spjald nr. 13) úr undirflokknum Samskipti. og látið hvert teymi eða nemanda kynna sinn vegvísi með plakati. 6) Aðstoðið teymin við að vinna í ólíkum aðferðum og skrefum og sjáið til þess að nemendurnir meti ferlið og samstarfið jafnóðum. 7) Hefist handa! AÐ NOTA SPJÖLDIN Í KENNSLU SKIPULAG FUTE AÐFERÐASPJALDANNA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=