Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Þið verðið að vita fyrir hvern þið eruð að kynna. Hugleiðið hverju áhorfendur eru að leita að eða hafa áhuga á. Hvar munið þið kynna og hversu mikinn tíma hafið þið til þess? 2) Notið hugarflug og ræðið hugmyndir að kynningunni ykkar. Hvað gerir aðal- atriðin skýr og formið á kynningunni áhugavert? Hugsið um hvernig þið getið fangað athygli áhorfendanna með t.d. tónlist, sögum, leikmunum eða leiknum atriðum sem munu gera kynninguna líflega og áhugaverða. 3) Hvaða samskiptatækni teljið þið að muni passa við áhorfendahópinn? Ræðið saman og veljið það sem ykkur finnst henta best. 4) Undirbúið kynninguna vandlega; hugið að þeim leikmunum sem þið gætuð þarfnast; hvað ætlið þið að gera og segja og hver eru hlutverk hvers teymismeðlims? 5) Skrifið kynninguna niður og æfið hana vandlega nokkrum sinnum áður en hún er flutt. Orðið „pitch“ á ensku er yfirleitt notað yfir að kasta einhverju en oft er það notað í merkingunni: ræða eða athöfn sem snýst um að sannfæra einhvern um að kaupa eitthvað eða gera eitthvað. Söluræða (e. pitching) er aðferð við að kynna hugmynd sína, verkefni eða rannsókn á snarpan, kraftmikinn og áhugaverðan hátt. Það sem þarf: Þið þurfið að vita hvar þið ætlið að kynna og fyrir hverjum. Tími: Hálfur dagur í undirbúning og fimm mínútur í að kynna. SÖLURÆÐA 17 samskipti Aðferð 1) Hugið að því hvernig þið getið notað sögur í tengslum við verkefnið ykkar. Er tilgangurinn t.d. sá að umbreyta sögulegri staðreynd í kvikmyndaða frásögn sem þið munuð svo leika? Eða er það saga um hvernig líf einhvers breyttist vegna lausnar- innar eða hugmyndarinnar sem þið þróuðuð? 2) Hugið að mismunandi gerðum af sögum (t.d. ævintýri, hryllings - eða grín) og hverjar þeirra ykkur finnst skemmtilegar, grípandi eða dramatískar. Hvað er viðeig- andi fyrir verkefnið? Ræðið um valkostina og notið svo nálgunina. 3) Þegar þið hafið valið nálgun skuluð þið þróa innihald sögunnar ykkar með því að skrifa eða teikna upp ólíkar hliðar, aðgerðir eða senur á minnismiða og raða þeim svo í tiltekna röð. 4) Ræðið þetta: Hverjar eru sögupersónurnar? Hvert er sögusviðið? Hvað mun gerast í sögunni og hvenær? Hverju segið þið frá fyrst og hvað geymið þið þar til síðar til að koma á óvart eða byggja upp spennu? Hvernig lýkur sögunni? 5) Komið ykkur saman um kynningaraðferð, annaðhvort með því að ein manneskja sjái um að tala eða að ýmsir leiki hlutverk eða deili kynningunni. Góð saga hreyfir við okkur og er auðveldari að muna en röð staðreynda. Nemendur geta skrifað sögur um það sem þeir hafa þróað eða lært. Það hjálpar þeim að vinna úr upplýsingunum, muna staðreyndir og kynna á sannfærandi og grípandi hátt. Það sem þarf: Tölvur, blöð og pennar eða gagnvirk tafla. Tími: 1–2 dagar í undirbúning og hálfur dagur í kynningar, eftir því hversu margir eru að kynna. SÖGUTÆKNI 18 samskipti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=