Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Þið þurfið að hafa rými á vegg eða töflu til að næla hluti upp eða festa á. 2) Byrjið á að setja upp allar myndir, teikningar og glósur sem öllum meðlimum teymisins finnst viðeigandi og áhugaverðar. 3) Endurraðið hlutunum uns allir eru ánægðir með staðsetninguna. 4) Haldið áfram að uppfæra gagnavegginn í gegnum verkefnið með því að bæta við nýjum upplýsingum og fjarlægja upplýsingar sem ekki skipta máli. Notið einnig gagnavegginn á teymisfundum til að ræða framvindu verkefnisins. Hvað gerum við svo: Reynið að finna stigskipanir, tengingar eða flokka fyrir atriðin með því að beita aðferðinni Flokkun (spjald nr. 25). Gagnaveggurinn er aðferð við að öðlast yfirsýn og skilning á mismunandi og flóknum upplýsingum með því að koma sér upp safni af myndum, glósum og hlutum sem tengjast verkefninu og hafa það til sýnis. Að birta og deila upplýsingum á mynd- rænan hátt er öflugt verkfæri því þegar upplýsingarnar eru sýnilegar og auðvelt að færa þær til er hægt að uppgötva tengingar, mynstur og röðun sem annars væri ekki augljós. Það sem þarf: Veggur, tafla, pappaspjald, post-it miðar og penni eða gagnvirk tafla. Tími: 45 mínútur til að byrja með. Ætti að nota og uppfæra reglulega á meðan á verkefninu stendur. GAGNAVEGGUR 15 samskipti Aðferð 1) Veljið fyrst snið og tímaramma: Hið sígilda Pecha Kucha er þannig að 20 glærur eða plaköt, sem eru hvert um sig sýnt í 20 sekúndur (6 mínútur og 40 sekúndur alls). Einnig er hægt að útfæra styttri kynningu: 10 glærur eða veggspjöld, sem eru hvert um sig sýnt í 10 sekúndur. Á fyrstu stigum verkefnisins má vera að minna sé til af efni sem gerir það auðveldara að búa til styttri kynningar. 2) Leiðbeinandi kynnir örstutt um hvað kynningin snýst um á þeim 10 eða 20 veggspjöldum eða glærum sem um ræðir, t.d. kynning á teyminu, verkefninu og áskoruninni, niðurstöðum, greiningu, hugmyndum eða lausnum og ályktunum. 3) Teymin eða nemendurnir undirbúa kynningarnar vandlega, æfa það sem þau ætla að segja, ákveða hver muni segja hvað og tímasetningarnar á glærunum. 4) Leiðbeinandi þarf að vera til staðar sem fylgist með tímanum. Kynningin á að vera hröð og snörp og gott er að nota skýr merki og handabendingar um tímarammann. 5) Hægt er að velja hópa fyrirfram sem koma með athugasemdir og ígrundun að hverri kynningu lokinni en það þarf líka að vera með tiltekinn tímaramma sem má ekki vera lengri en kynningin sjálf. Pecha Kucha (japanska hugtakið fyrir„spjall“) er framsetningaraðferð þar sem framsetningarefni og tími er mjög takmarkaður. Aðferðin neyðir þátttakendur til að kynna niðurstöður sínar á nákvæman og skýran hátt. Þetta getur leitt af sér kraftmikla og snarpa röð af kynningum. Það sem þarf: Tölvur, skjávarpi eða 10 til 20 stór blöð, pennar og skeiðklukka. Tími: 1 dagur í undirbúning og 6 mínútur og 20 sekúndur fyrir hvert verkefni eða hóp. PECHA KUCHA 16 samskipti 12 SJÓNAUKINN 20 x 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=