Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Farið í hugarflug varðandi þá hluti sem þið þurfið að hrinda í framkvæmd. 2) Flokkið verkefnin í mismunandi athafnir, t.d. hluti sem á að safna, rannsóknir, lestur, vettvangsrannsóknir o.fl. 3) Ákveðið hverjar þeirra séu mikilvægastar, hverjar séu tímafrekar og hverjar þið munið þurfa að framkvæma á tilteknum tíma. Komið ykkur líka saman um hversu lengi þið viljið iðka athafnirnar. 4) Úthlutið þátttakendum hinar ólíku athafnir. 5) Gerið sjónræna áætlun fyrir þær athafnir sem eru fram undan og þann árangur sem þið viljið ná og notið til þess Vegvísinn (spjald nr. 13). Með því að hanna gátlista búið þið til sjónrænt, sameiginlegt yfirlit yfir verkefnin. Gátlistinn gerir ykkur kleift að hugsa í gegnum ákvarðanir og nauðsynlegar aðgerðir og hjálpar ykkur að skipuleggja og forgangsraða. Listinn getur þjónað sem samnýtt minni og samskiptatæki í hópastarfi og ætti að vera hengdur upp á vegg og alltaf sýnilegur. Það sem þarf: Veggur, tafla, pappaspjald og penni eða gagnvirk tafla. Tími: 30 mínútur til 1,5 klst. GÁTLISTINN 09 innrömmun Aðferð 1) Veljið snið fyrir kynninguna: hvar hún eigi að fara fram, hversu miklum tíma eigi að verja í hana og hvers kyns efni ætti að kynna. Gerið einhvern að tímaverði. Hafið stemninguna afslappaða svo að allir upplifi sig frjálsa til að deila hugmyndum sínum. Til að andrúmsloftið í lotunni sé innilegt og notalegt er gott að hafa fá kynna í senn. 2) Skiptist á að segja hvert öðru frá hugmyndum ykkar. 3) Gangið úr skugga um að allir hljóti endurgjöf. 4) Biðjið nemendur um að skiptast á að tjá sig og gefa endurgjöf með því að nota fyrirfram mótaðar, uppbyggilegar spurningar t.d. „Hverjir eru góðu punktarnir?“ og „Hvað er kannski hægt að þróa frekar?” 5) Skrifið hjá ykkur minnispunkta eða takið upp kynningarnar. Stuðlið að því að halda uppi hraða og einbeitingu með því að taka stutt hlé. Hafið fundinn stuttan og skemmtilegan. Stundum er erfitt að vinna saman og þróa hugmyndir eða meta eitthvað í hópi, því sumir einstaklingar geta verið t.d. feimnir eða ráðríkir. Sýna og segja frá aðferðin gefur einstaklingum svigrúm til að tjá hugsanir, búa til hugmyndir, gera tilraunir og kynna fyrir hópnum. Aðferðina er hægt að nota á mismunandi stigum í ferlinu. Þegar við gefum endurgjöf er mikilvægt að hugsa vel um bæði jákvæða og neikvæða þætti þess sem fram kemur og við reynum að vera eins heiðarleg og uppbyggjandi og hægt er. Að vera of kurteis og jákvæð eða einfaldlega neikvæð stuðlar ekki að góðu ferli. Það sem þarf: Rólegt rými þar sem allir geta setið og fylgst með. Tími: 30–45 mínútur. SÝNA OG SEGJA FRÁ 10 innrömmun to do collect research field study order pizza who when Að gera hver hvenær safna rannsaka á vettvangi annað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=