Um víða veröld - Jörðin

Vissir þú þetta? • Sólargeislar geta náð allt að 80 metra niður í sjóinn. • Ferskvatn Amasonfljótsins er svo mikið að það getur náð allt upp í 180 km út í Atlantshafið. • Meira en 90% af öllum lífmassa á jörðinni er að finna í hafinu. • Auk þess að valda sjávarföllum á jörðinni sveigir aðdráttarafl tunglsins jarðskorpuna að sér og frá um 30 cm. • Úthafsflóðbylgjur, tsunami, berast yfir úthöfin á allt að 800 km hraða á klukkustund. • Meira en 90% allra vöruflutninga á milli landa eru með skipum um heimshöfin. • Meðaldýpt hafanna er um 3,86 km. • Fólk flýtur í Dauðahafinu af því að það er svo salt. • Þrjár af hverjum fjórum stærstu borgum í heiminum standa við sjó. • Hljóð berst fimm sinnum hraðar í sjó en á landi. Í þessum kafla lærir þú um: • úthöfin fimm • innhöf og strandhöf • landslag á hafsbotni • hafstrauma og hvað það er sem knýr þá • Golfstrauminn og El Niño • öldur og bylgjuhreyfingu sjávar • smástreymi og stórstreymi • mengun í hafinu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=