Um víða veröld - Jörðin

Í þessum kafla lærir þú um: • lofthjúp jarðar og lagskiptingu hans • loftþrýsting og vindakerfi jarðar • árstíðavinda • loftslag og loftslagsrit • hitafar og úrkomu • hringrás vatns • gróðurfar og gróðurbelti Vissir þú þetta? • Til eru tegundir af bambus sem vaxa allt að metra á dag. • Í Dölunum í Svíþjóð er að finna elsta lifandi tré í heimi að talið er, 9950 ára. • Í Kaliforníu í Bandaríkjunum er að finna eitt hæsta tré í heimi sem er 84 metra hátt og 29 metrar í þvermál. • Hæsti skráði hiti á Íslandi, 30,5 °C, var mældur 22. júní 1939 á Teigarhorni í Berufirði. • Lægsti skráði hiti á Íslandi, -38 °C, var mældur 21. janúar 1918 á Grímsstöðum og Möðrudal. • Hæsti skráði hiti á jörðinni, 56,7 °C, var mældur 10. júlí 1913 í Dauðadalnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. • Lægsti skráði hiti á jörðinni, –89,2 °C, var mældur 21. júlí 1983 í rússnesku rannsóknarstöðinni Vostok á Antarktíku. • Indverska þorpið Mawsynram er einn úrkomusamasti staður á jörðu með tæplega 12 metra meðalársúrkomu. • Antofagasta í Chile er þurrasti staður á jörðu með minni en 0,1mm meðalárs- úrkomu. Þar geta liðið mörg ár án þess að komi dropi úr lofti og sumsstaðar hefur aldrei mælst úrkoma. • Stór ský geta borið í sér vatn sem dugar í 500.000 baðker.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=