Um víða veröld - Jörðin

56 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Notaðu kortabók og veldu fjögur þessara hnita og finndu út í hvaða heimsálfu þú ert. a. 40° N, 100° V. b. 20° S, 140° A. c. 60° N, 20° A. d. 10° S, 30° A. e. 70° N, 90° A. f. 90° S, 0° V. g. 0° N, 80° V. 2. Notaðu kortabók og veldu þrjú af hnitunum og finndu í hvaða borgum þau eru. a. 46° N, 16° A. b. 60° N, 25° A. c. 3° S, 60° V. d. 34° S, 18° A. e. 40° N, 117° A. 3. Um hvaða lönd liggur a. 60° N breiddarbaugurinn? b. 60° V lengdarbaugurinn? 4. Ef klukkan er 12:00 í Reykjavík hvað er hún þá í a. London? b. Kaupmannahöfn? c. New York? d. Beijing? 5. Ef tímabeltin fylgdu lengdarbaugunum nákvæmlega væri staðartími á Íslandi annar. Hverju munar? 6. Teiknaðu hugarkort sem lýsir leið þinni í skólann. Settu inn helstu kennileiti. 7. Hvaða máli skiptir að þekkja mælikvarðann á korti? Hver er mælikvarðinn þar sem 1 cm á korti jafngildir 1 km á landi? 8. Þú stígur út úr flugvél og sérð skilti sem á stendur: New York 11.014 km Tókýó 2.099 km Hong Kong 1.963 km Reykjavík 7.903 km Hvar ertu staddur/stödd? Notaðu kortabók, hnött eða Google-Earth og mældu vegalengdir til að hjálpa þér að finna svarið. Finndu svarið 9. Útskýrðu eftirfarandi hugtök: a. breiddarbaugur b. lengdarbaugur c. miðbaugur 10. Hvað er kortvörpun? 11. Í hvaða þrjá flokka er kortvörpunum venjulega skipt? Hver eru helstu einkenni hvers flokks fyrir sig? 12. Finndu þrjár kortvarpanir sem fjallað er um í bókinni og segðu frá kostum þeirra og göllum. 13. Teiknaðu áttavita og merktu inn á hann höfuðáttirnar fjórar og helstu milliáttirnar á milli þeirra. 14. Hvaða hlutverki gegnir daglínan og hvar liggur hún? 15. Hvað er sérstakt við 0-lengdarbauginn? 16. Hvað er Greenwich-tími? 17. Hversu mörg eru tímabelti jarðar og hversu margar gráður og klukkustundir er hvert og eitt? 18. Hvað getum við lesið út úr: a. staðfræðikorti? b. þemakorti? 19. Heimskautsbaugur nyrðri liggur þvert yfir íslenska eyju. Hvaða eyja er það? 20. Veldu þér einn uppáhaldsstað á jörðinni, finndu hann á Google Earth, skoðaðu ljósmynd af staðnum (Streetview í Google Earth) og finndu gps-hnit staðarins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=