Um víða veröld - Jörðin

160 Skipulag umhverfismála Það er nauðsynlegt að skipuleggja hvernig á að nota landið. Þar koma stjórnvöld og sveitarfélög að málinu með því að setja lög og reglur sem allir eiga að fylgja. Ákveðið er hvaða landsvæði eigi að nota og hver eigi að vernda. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og því nauðsynlegt að fara vel með og endurnýta það sem hægt er. Til þess þarf m.a. endurvinnslu­ stöðvar þar sem fólki gefst kostur á að skila flokkuðum úrgangi sem hægt er að endurvinna. Hlutverk sveitarfélaga Í sveitarfélögum um allt land eru umhverfis- og sorphirðumál fyrirferðar­ mikill málaflokkur. Sveitarfélög bjóða upp á ýmsar lausnir til að minnka sorp og endurvinna. Víða um land er að finna endurvinnslustöðvar sem taka á móti flokkuðu sorpi. Til að auðvelda flokkun enn frekar er ýmist boðið upp á fjölbreytt flokkunarílát, t.d. græna tunnu fyrir endurvinn­ anlegan úrgang, brúna tunnu eða sérstaka poka fyrir lífrænan úrgang og svarta tunnu fyrir almennt sorp. Í kjölfarið hefur sorphirðudögum verið fækkað þar semminna er af sorpi. Þessi hagræðing skapar auk þess mikinn fjárhagslegan sparnað. Sem meðvitaður og ábyrgur samfélagsþegn er nauðsynlegt að kynna sér hvaða leiðir sveitarfélög bjóða upp á við flokkun, endurvinnslu og förgun á sorpi og fylgja þeim eftir. Auk þess sem mikil vitundarvakning hefur orðið í umhverfismálum hvað sorpmál og endurvinnslu varðar hafa verið sett lög og reglugerðir sem stuðla að verndun umhverfis og náttúru. Náttúruvernd Erfitt er að nýta og vernda náttúruna á sama tíma. Þar sem náttúran er sérstök vegna landslags, lífríkis eða sérstakra jarðmyndana er rétt að hlífa henni til framtíðar. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind sem á heimsvísu fer þverrandi. Náttúra Íslands er þjóðararfur og verðmæt auðlind allra núlifandi Íslend­ inga og ófæddra sem öllum ber að sýna virðingu og standa vörð um.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=