Um víða veröld - Jörðin

152 Umhverfismál Síðustu aldir hefur það verið markmið mannsins að ná tökum á náttúr­ unni. Að leggja hana undir sig til þess að geta notið auðlinda hennar og auðveldað lífsbaráttuna. Í tímans rás, með fólksfjölgun, tæknibyltingum og annarri þróun hefur ágangur mannsins í auðlindir jarðar sífellt aukist. Þegar farið var að brenna jarðefnaeldsneyti eins og olíu og kolum í stórum stíl urðu áhrifin enn meiri og að lokum var jafnvæginu raskað. Á 20. öld jókst meðvitund manna með þeim vanda sem steðjaði að. Á alþjóðlegum ráðstefnum tóku ríki sig saman um að snúa vörn í sókn og ráðast í úrbætur í umhverfismálum. Með stofnun Sameinuðu þjóðanna eftir seinni heimsstyrjöldina skapaðist vettvangur meðal þjóða heims til að taka sameiginlega á þessum vanda. Megináhersla í öllum alþjóðasamn­ ingum og ákvörðunum í umhverfismálum í seinni tíð hefur verið sjálfbær þróun sem minnst er á í kaflanum um auðlindir og orku. Umhverfismál eru ekki einkamál þjóða, þau eiga sér oft engin landamæri. Breytingar á loftslagi geta haft mikil áhrif á marga dýrastofna, m.a. ísbirni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=