Um víða veröld - Jörðin

117 Auðlindir og orka Endurnýjanleg orka Endurnýjanleg orka er sólarorka, vindorka, vatnsorka og sjávarfallaorka . Þessir orkugjafar endurnýjast stöðugt fyrir tilstilli sólarorkunnar. Þrátt fyrir það hversu mikið er notað af henni verður alltaf til ný. Hún helst alltaf í jafnvægi. Jarðhitaorka og viður er einnig endurnýjanleg orka en þó með takmörkunum. Ef viðurinn er skynsamlega nýttur er þessi orkugjafi endurnýjanlegur. Ríki heims beina augum sínum í síauknum mæli að endurnýjanlegum orkugjöfum um leið og þau stefna að því að draga úr notkun jarðefna­ eldsneytis. Sólarorka Eins og við höfum áttað okkur á er sólin uppspretta næstum allrar orku á jörðinni. Með sólarsellum er hægt að safna saman varmanum frá sól­ inni og breyta í rafmagn. Einnig hafa sum hús á sólríkum stöðum verið hönnuð til að nýta sólarorku beint til hitunar og lýsingar. Orkan sem sólin sendir til jarðar er svo mikil að ef henni yrði safnað allri á einni klukkustund samsvarar það árlegri heildarorkuþörf alls mannkyns. Enn sem komið er hefur þessum orkugjafa ekki verið gerð nægileg skil. Með aukinni tækniþróun munum við að öllum líkindum geta nýtt okkur þessa óendanlegu orkuuppsprettu með árangursríkari og hagkvæmari hætti og leyst af hólmi óumhverfisvæna orkugjafa. Sólarorka er í auknummæli notuð sem orkugjafi. Víða eru gerðar tilraunir með sólarorku eins og á þessari rannsóknarstofu í Odeillo í Pýreneafjöllum í Frakklandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=