Um víða veröld - Jörðin

115 Auðlindir og orka Sjálfbær þróun Hugtakið sjálfbær þróun lýsir þróun þar sem þarfir okkar á líðandi stundu eru uppfylltar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að uppfylla sínar. Með hugtakinu er leitast við að ná jafnvægi á milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta í hverju samfélagi til lengri tíma. Að stuðlað sé að efnahagslegum jöfnuði, að mannréttindi og jafnrétti séu virt og að ekki sé gengið um of á auðlindir jarðar. Markmið sjálfbærrar þróunar fela í sér að við endurskoðum í sífellu hvernig við lifum og störfum þannig að það bitni ekki á jörðinni og þar af leiðandi komandi kynslóðum. Svo að sjálfbær þróun nái fram að ganga, öllum til heilla, þurfa allir að koma að ákvarðanatöku með einum eða öðrum hætti, stjórnvöld, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. Sjálfbær þróun hefur engar töfralausnir á aðsteðjandi vanda mannkyns. Sjálfbær þróun er hugmyndafræði sem þjóðir heims hafa sameinast um að hafa að leiðarljósi við að leysa helstu viðfangsefni komandi framtíðar. Vistspor Vistspor er mæliaðferð sem hefur verið þróuð til að skoða hversu hratt maðurinn nýtir auðlindir jarðar. Árið 2012 var vistspor mannkynsins 1,5 sem þýðir að við nýtum auðlindir jarðar 1,5 sinnum hraðar en jörðin nær að endurnýja þær. Með öðrum orðum er neysla jarðarbúa komin 50% fram úr því sem jörðin getur afkastað til lengdar. Hversu lengi gengur það þegar jarðarbúum fjölgar sífellt? Ef mannkynið gæti dregið úr um­ framneyslunni svo vistsporið minnkaði niður í 1 kæmist aftur á jafnvægi milli manns og náttúru. Er þetta raunhæft? Gætum við þá haldið áfram að lifa álíka góðu lífi og við lifum í dag? Vistsporið er einnig hægt að reikna fyrir einstakar þjóðir. Vistspor Bandaríkjanna er t.a.m. 8, Frakklands og Noregs 5 og Angóla 1. Getur lífsstíll fólks haft eitthvað um það að segja hve hátt vistsporið er? Jafnvægi á milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta í samfélaginu er grunnurinn að sjálfbærri þróun. Með vistspori er átt við þaðmark semmaður­ inn setur á jörðina. Hvernig og hversu mikið hann nýtir auðlindir jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=