Um víða veröld - Jörðin

108 Skipaskurðir Skipaskurðir eru manngerðir farvegir sem tengja saman vötn, ár eða höf og er að finna meira og minna um allan heim. Oftast eru skipaskurðir ár sem hafa verið breikkaðar eða þá að hindranir í þeim hafa verið fjarlægðar svo hægt sé að sigla skipum langt upp eftir ánni. Skipaskurðir eru misstórir. Um minni skurði eða síki sigla smábátar og prammar en um stóra skipaskurði fara stærstu farþega- og flutningaskip heims. Helstu ástæður fyrir því að skipaskurðir voru grafnir voru til að auðvelda flutninga og stytta siglingaleiðir. Með styttri siglingaleiðum bárust vörur mun fljótar á milli staða og kostnaðurinn við flutningana varð minni. Skipastigar Til að yfirstíga erfiðar hindranir á siglingaleiðum semmenn hafa ekki getað rutt úr vegi hafa verið byggðir skipastigar. Skipastigi er mannvirki með hólfum sem lyftir skipum eða lætur þau síga þar sem hæðarmunur er á siglingaleiðum. Þegar skip hefur siglt inn í hólf er því lokað og sjó eða vatni dælt í það. Vatnsborðið er hækkað í sömu hæð og í hólfinu sem sigla á í. Þannig gengur það koll af kolli þar til skipið getur haldið áfram för sinni óhindrað. Skipaskurðir skipta sköpum í skipaflutningum um heimshöfin. Stytting á siglingaleiðum sparar skipafélögummikla fjármuni. Neðra svæði Neðra svæði Neðra svæði Efra svæði Efra svæði Efra svæði Vatnsrennsli Vatnsrennsli Vatnsrennsli Vatnsrennsli Vatnsrennsli Vatnsrennsli Skipið siglir inn í hólfið Lokað hólf Lokað hólf sem fyllist af vatni Skipið siglir út úr hólfinu Efra hliðið opnað Efra hliðið lokað Efra hliðið lokað Aftara hliðið lokað Aftara hliðið lokast Aftara hliðið opnað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=