Um víða veröld - Heimsálfur

66 Fjölbreytt heimsálfa Menn hafa búið lengur í Afríku en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Elstu ummerki sem forfeður okkar hafa skilið eftir sig hafa fundist í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku. Nútímamaðurinn kom þar fram á sjónarsviðið fyrir um 100.000 árum og dreifðist þaðan umheimsbyggðina. Í Afríku búa margar þjóðir og ólíkar. Í Norður-Afríku búa m.a. Arabar þar sem íslam er útbreiddur siður. Í Sahara og sunnan hennar eru íbúar þeldökkir þar sem úir og grúir af ýmsum trúarbrögðum þar á meðal íslam, kristni og andatrú. Hálendi, frumskógar og eyðimerkur Afríku voru á meðal síðustu landvinninga Evrópumanna á nýlendutímanum sem hófst fyrir aldamótin 1900. Engu að síður náðu Evrópumenn að setja mark sitt á álfuna svo ummunaði. Vægðarlaus nýlendustefnan hafði í för með sér vanþróun og pólitíska upplausn í álfunni sem enn sér ekki fyrir endann á. Náttúruauðlindir Í frjósömum eldfjallajarðvegi í austurhluta Afríku eru ræktaðar ýmsar verðmætar útflutningsafurðir á borð við te og kaffi. Almennt er ekki mikið um frjósaman jarðveg í Afríku en hann er þó aðaluppspretta daglegrar fæðu þeirra sem þar búa. Í sunnanverðri Afríku hefur fundist meira af eðalsteinum og málmum í jörðu en annars staðar í heiminum. Úr gullnámum Suður-Afríku kemur næstum helmingur af öllu gulli veraldar. Demantar eru einnig grafnir úr jörðu í Suður-Afríku, Botsvana og Kongó. Olía er unnin úr jörðu í Alsír, Líbíu og Nígeríu. Í Marokkó er að finna langstærstu fosfatnámu í heimi en fosfat er m.a. notað í áburðarframleiðslu. Í Sambíu eru miklar koparnámur og kolaforða álfunnar er að finna í suðurhluta hennar. Afríkubúar eru fjölbreyttir útlits, hér má sjá Araba frá Norður-Afríku og Masai-konu frá Kenía. Grafið eftir demöntum í námu í Austur-Kongó.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=