Um víða veröld - Heimsálfur

57 Landafræði Asía Verkefni Kort 1. Hvaða lönd eru á Indlandsskaga? 2. Hvaða höf og lönd liggja að Kína? Hverjar eru stærstu borgir Kína? 3. Finndu hvar Þriggja gljúfra stíf lan er. Hvað er langt til sjávar frá stíf lunni? 4. Teiknaðu inn á kort af Asíu hvar Kínamúrinn liggur. Hvað er hann langur? 5. Hvaða stóru fjallgarðar liggja í vesturhluta Kína? 6. Hvaða f ljót í norðausturhluta Kína myndar landamæri við Rússland? 7. Hvaða stórf ljót renna til suðurs og austurs frá Tíbet-hásléttunni? Finndu svarið 8. Hvaða náttúruauðlindir eru verðmætastar í Asíu? 9. Hver eru þéttbýlustu svæði Indlands? 10. Hvað er einkum ræktað í Kína? 11. Hvað er Keisaraskurðurinn og hvað gerir hann sérstakan? Umræður 12. Hong Kong hefur nokkra sérstöðu í Kína. Hvað gerir borgina sérstaka? 13. Ef þú mættir velja eitt land í Asíu til að heimsækja, hvaða land væri það? Hvers vegna? 14. Hverjir eru kostir og gallar virkjana? 15. Rökræður: Með og á móti olíuvinnslu. Viðfangsefni 16. Hvernig var ríkjaskipan í Miðausturlöndum áður en olían fannst þar? 17. Segið frá Ganges-f ljótinu og hvaða þýðingu það hefur í lífi Indverja. 18. Veljið eitt af eftirtöldum verkefnum og búið til kynningu (útskýrið og nefnið dæmi). a. Hagkerfi Kína b. Erfðastéttarkerfið á Indlandi c. Silkivegurinn d. Taj Mahal 19. Finnið 2–3 lönd í Asíu sem voru nýlendur og hvaða þjóð réð yfir þeim. 20. Leitið upplýsinga um minjar á skrá UNESCO í Asíu og kynnið fyrir bekknum. 21. Veljið eitt land í Asíu og útbúið kynningu á því fyrir bekkinn. 22. Veljið eitt af eftirtöldu og kynnið fyrir samnemendum. a. Ankor – borgin sem hvarf í skóginum b. Mandarín og útbreiðsla þess c. Trúarbrögð í Asíu d. Eldfjallið Pinatubo 23. Búið til stuttmynd eða myndasögu um eitt af eftirtöldu: a. Vinsælir ferðamannastaðir í Asíu b. Eldgos og jarðskjálftar í Japan c. Þriggja gljúfra stíf lan í Kína d. Kínamúrinn Ísland 25. Berðu saman virkjanir hér á landi og Þriggja gljúfra stíf luna í Kína. 26. Hvað bílategundireru framleiddar í Asíu? 27. Nefndu nokkrar vörutegundir sem Íslendingar kaupa frá Asíu. 28. Hver er munurinn á lestarmenningu á Indlandi og strætómenningu á Íslandi. 29. Finnst þér ríkja stéttaskipting á Íslandi í dag? Hvað með fyrir fimmtíu árum eða hundrað árum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=