Um víða veröld - Heimsálfur

52 Úrkomumagnið ræður því hversu langt inn í landið akuryrkja er möguleg. Algengustu húsdýrin í sveitum landsins eru svín og alifuglar eins og hænsni, endur og gæsir. Kjötframleiðsla er ekki mikil í Kína en fer þó vaxandi. Uxinn er mikilvægt vinnudýr í sveitum landsins. Þar er hann notaður til reiðar, burðar, dráttar og matar. Vélvæðing undanfarinna ára hefur þó minnkað notkun dráttardýra í sveitunum. Kína er auðugt af náttúruauðlindum og eru Kínverjar sjálfum sér nógir í orkuframleiðslu. Olíulindir er að finna víða í landinu, þó aðallega í norðausturhlutanum. Vegna þess hversu mikið finnst af orkuríkum jarðefnum í norðausturhluta landsins hefur iðnaðaruppbygging verið mest þar. Á láglendinu í Austur-Kína er iðnaðurinn mjög fjölbreyttur, allt frá þungaiðnaði (stál- og vélaiðnaði) til vefnaðar-, efna-, matvælaiðnaðar. Mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífi Kínverja og hefur hagvöxtur þar verið einn sá mesti í heiminum um þó nokkurt skeið. Frá fornu fari hafa fljót, stór og lítil, verið helstu samgönguleiðir í Kína. Til viðbótar við fljótin í Austur-Kína liggur þar þétt net skipaskurða. Einn þeirra, Keisaraskurðurinn, liggur tæplega 2000 km leið á milli Gulafljóts og Yangtze. Hann er einn elsti skipaskurður í heimi en gerð hans hófst fyrir rúmum 2000 árum. Hann var á löngum köflum grafinn í gamlan farveg Gulafljóts. HEIMSVELDI Heimsveldi er voldugt ríki, stórveldi sem jafnan er leiðandi í heimsmálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=