Um víða veröld - Heimsálfur

50 Kína Kínverjar eiga lengri samfellda menningarsögu en nokkur önnur þjóð í heiminum. Saga þeirra hefur einkennst af stríði og friði til skiptis og blóðugum erjummismunandi keisaraætta. Kínverjar eru í dag næstum 1,4 milljarðar. Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað árið 1949 og komust þá á miðstýrðir stjórnarhættir og Kommúnistaflokkurinn tók alla stjórn í landinu. Kína er um 10 milljónir km2 og því um 100 sinnum stærra en Ísland. Það er fjórða stærsta land í heimi. Í stórum löndum er landslag jafnan fjölbreytt eins og gefur að skilja. Vesturhluti Kína er hálendur, hrjóstrugur og strjálbýll. Þar liggur hásléttan Tíbet, sem er í 4000–5000 m hæð. Hásléttan er umlukt hæstu fjallgörðum í heimi. Í suðri er sá allra hæsti, Himalajafjöll. Hæsti tindurinn í Himalajafjöllunum er Everest. Hann er 8848 m á hæð. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 m á hæð. Ef þú gerir þér í hugarlund að þú standir fyrir framan Hallgrímskirkju og lítir hægt og rólega upp eftir henni þá þyrftirðu að horfa upp eftir 118 Hallgrímskirkjuturnum sem staflað er hverjum ofan á annan til að hæðin jafnist á við Everest. Það er engin smástærð. Hugsaðu um það í smástund hvaða ógnaröfl þurfti til að ýta jörðinni svona hátt upp í loft. Svona mikil eru náttúruöflin! Forboðna borgin í Beijing.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=