Um víða veröld - Heimsálfur

44 Atvinnuhættir Landbúnaður og sjávarútvegur Landbúnaður er aðalatvinnugrein flestra landa í Asíu. Þeim sem starfa við landbúnað hefur þó farið fækkandi undanfarna áratugi samfara þróun nýs iðnaðar. Allar greinar landbúnaðar eru stundaðar í Asíu. Í barrskógum Síberíu og við Kyrrahafsströndina er stundað skógarhögg. Kvikfjárrækt er stunduð meira og minna um alla álfu. Ummiðbik álfunnar er flakkað með bústofninn á milli sumar- og vetrarhaga. Það kallast hjarðbúskapur. Víða í Asíu er ræktun erfið vegna loftslags og jarðvegs. Annars staðar gengur hún vel, sérstaklega á frjósömum óshólmum stórfljótanna þar sem land er þaulnýtt til ræktunar. Mikið er um akuryrkju í suður- og austurhluta álfunnar. Þar eru hrísgrjón langalgengasta afurðin. Í NorðurKína og á sléttum Rússlands og Kasakstan er ræktað hveiti og bómull í Úsbekistan. Í Suðaustur-Asíu er ræktað kaffi, te, kókoshnetur, sykurreyr og fleira sem þarfnast hitabeltisloftslags. Góð fiskimið er að finna í Kyrrahafinu úti fyrir austurströnd álfunnar. Í Suður-Kínahafi deila þjóðirnar sem að því liggja um yfirráð yfir gjöfulum SYKURREYR Sykurreyr er stórvaxin hitabeltisplanta sem sykur er unninn úr. Víða í Asíu er land nýtt vel til hrísgrjónaræktar. Í bröttumhlíðumeru búnir til stallar semhægt er að rækta í. Slík ræktun kallast stallaræktun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=